Oliver sækir á nýjar slóðir en mun sakna Eyjanna

„Þar sem ég tók þetta skref til Eyja, fór og lærði að búa einn, kynntist nýju fólki og umhverfi, þá held ég að ég verði ekki lengi að aðlagast hlutunum utan fótboltans. Kærastan mun líka aðstoða mig í því, hún mun hjálpa mér að verða ekki klikkaður seinni part dags eftir að ég kem heim af […]
Sýnir verk sem urðu til í Vestmannaeyjum

Hulda Hákon, myndlistarkona opnaði þann 27. september einkasýninguna Á Landsenda í Gallerí Kontor Hverfisgötu 16a. Þar eru ísbirnir, hafið fyrir austan land og örnefni í aðalhlutverki. Sýningin stendur til 12. október. Verkin á sýningunni eru níu og unnin á einu og hálfu ári á vinnustofu Huldu í Vestmannaeyjum. Margir voru mættir í Gallerí Kontor þegar […]
Hvergi meiri samdráttur í komum skemmtiferðaskipa

Í síðustu viku komu til landsins forsvarsmenn frá MSC Cruises, Royal Caribbean Group, Carnival Corporation, Windstar Cruises, Ponant og), öll félög sem sent hafa skemmtiferðaskip til Íslands undanfarin ár, ásamt samtökunum CLIA (Cruise Lines International Association). Tilefni heimsóknar var funda með þingmönnum og stjórnsýslu. Til að koma á framfæri áhyggjum um fækkun á komum skemmtiferðaskipa til landsins vegna mjög hárra innviðargjalda sem lögð voru á með nánast engum fyrirvarar og óvissu sem […]
Þjóðvegurinn lokaður – Hvað er planið?

Samgöngur eru líka varnarmál. Ofurskattlagning þarf að skila sér til baka á þá staði sem gjalda fyrir skattlagninguna. Nú kepptust allir fjölmiðlar landsins um að segja fréttir af því þegar að hringvegurinn fór í sundur við Jökulsá í Lóni. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar var fljótur að bregðast við og svara fyrir þetta, ,,við reynum að hraða þessu […]
Fjallið taldi ekki eftir sér að leita þingmenn uppi

Ef Múhameð vill ekki fara til fjallsins verður fjallið að koma til Múhameðs er tilvitnun sem oft er gripið til og á við þingmenn Suðurkjördæmis og bæjarstjórn Vestmannaeyja. Í nýliðinni kjördæmaviku á Alþingi var Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins í kjördæminu sá eini sem sá sér fært að mæta til Eyja. Hefur verið öflugur talsmaður Vestmanneyinga á þingi og vill greinilega rækta sambandið. […]
Lagið Drottinn ég tilbið þig hreyfði við mörgum

„Drottinn ég tilbið þig er lag sem ég samdi þegar ég bjó í Eyjum. Þetta er tilbeiðslulag og bæn um frelsun, Bæn um frelsun bæði hina stærstu og svo freslun frá því sem angrar fólk dagsdaglega. Litlar áhyggjur og vanlíðan sem og miklar,“ segir Eyjakonan Guðrún Erlingsdóttir sem á lag á plötu Guðbjargar Elísu Hafsteinsdóttur, […]
Komi ríki þitt – Fyrsta breiðskífa Guggu Lísu

Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir, sem er þekkt undir listamannsnafninu Gugga Lísa, gaf nýverið út plötuna Komi ríki þitt. Platan er hennar fyrsta breiðskífa sem kemur út á vínyl, geisladiski og er þegar aðgengileg á Spotify og öllum helstu streymisveitum. Platan inniheldur sautján lög og þar af eru ellefu þeirra frumsamin eftir Guggu Lísu sjálfa. Tvö þeirra […]
Mennta- og barnamálaráðherra á menntaviku í dag

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, mun flytja ávarp við setningu Menntakviku kl. 14:30 í dag í Sögu, nýju húsi Menntavísindasviðs HÍ við Hagatorg. Þar mun hann m.a. kynna og opna nýjan vef MEMM sem inniheldur safn af gagnlegum tækjum og tólum til stuðnings við skólasamfélagið fyrir móttöku barna af erlendum uppruna. Í haust hófst […]
Aglowfundur í kvöld, fyrsta október

Aglow samverur eru fyrsta miðvikudagskvöld hvers mánaðar yfir vetrartímann. Núna í október er áhersla á að standa með og styðja konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein. En þessi barátta snertir okkur á ýmsan hátt, beint eða óbeint, en eftir hverja nótt kemur dagur. Orðskviðir 4.18; Gata réttlátra er eins og bjartur árdagsljómi, því bjartari sem nær líður hádegi. Við höldum áfram, […]
Lundaballið – Helliseyingar toppuðu sjálfa sig

„Það var troðfullt og allt mjög skemmtilegt, skemmtiatriði á heimsmælikvarða, töframaður sem galdraði fólk upp úr skónum, söngur og skemmtilegt fréttaskot frá Sýn sem sýndi þá yfirburði sem Helliseyingar hafa yfir öll félög bjargveiðimanna í Vestmannaeyjum,“ sagði Óskar Pétur, ljósmyndari sem myndaði af miklu móð á Lundaballinu í Höllinni á laugardagskvöldið. „Ballið var, eins og […]