Tíu þúsund góðgerðarsipp sr. Viðars

„Elsku vinir! Það gleður mig að segja loksins frá þessari hugmynd sem hefur verið að gerjast hjá mér síðan í janúar og er nú að verða að veruleika. Á föstudaginn langa ætla ég að sippa 10.000 sipp í safnaðarheimilinu til styrktar Krabbavörn í Eyjum, félag sem fermingarbörnin völdu til að styðja og skiptir svo miklu […]

Eyja- og skerjaendaleysa upp á 100 milljónir

Kostnaður ríkissjóðs, vegna aðkeyptrar lögfræðiþjónustu í tengslum við kröfur sem ríkið gerði um að eyjar og sker við landið yrðu þjóðlendur, nemur rúmum 96 milljónum króna á þriggja ára tímabili sem tekur til áranna 2023, 2024 og 2025. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þessari endaleysu, sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, þáverandi fjármála- […]

Mars Aglowsamvera í kvöld

Mars Aglow samveran verður í kvöld  5.  mars  kl. 19.30 í safnaðarheimili Landkirkju. Því miður féll febrúarfundurinn niður vegna veðurs – rauð viðvörun um allt land. Við stefnum að því að hafa mars fundinn á svipuðum nótum og febrúarfundurinn átti að vera.      Við munum eiga gott samfélag saman. Byrjum með hressingu,  syngum saman  og  heyrum […]

Litla Mónakó – MonEY

„Það hefði þótt saga til næsta bæjar að hægt væri að gefa út veglegt sérblað um fjármálastofnanir í Vestmannaeyjum og þau miklu efnahagsumsvif sem eru að eiga sér stað í efnahagslífinu í Eyjum. En eins og Sálin hans Jóns míns orðaði það: „Það er af sem áður var annar heimur en í gær,“ segir Jóhann […]

Litla Mónakó – Sérblað um fjármálastofnanir og Vestmannaeyjar

Forsíða Eyjafrétta segir mikla sögu breytinga í almennri þjónustu. Myndina tók Sigurgeir Jónasson þegar haldið var upp á 40 ára afmæli Sparisjóðs Vestmannaeyja 3. desember 1982. Þarna er mikið um að vera. Margt fólk bíður eftir þjónustu, gjaldkerar telja peninga, taka við ávísunum og skrá úttektir og innlegg í sparisjóðsbækur og alla fært í höndum. […]

Stúlkan fundin – uppfært

logreglanIMG_2384

Uppfært kl. 12.34. Stúlk­an sem lög­regl­an í Vest­manna­eyj­um lýsti eft­ir fyrr í dag er nú kom­in fram. Lög­regl­an þakk­ar veitta aðstoð.   (meira…)

Góð stemning á fundi Guðrúnar

Um fimmtíu sóttu fund Guðrúnar Hafsteinsdóttur formannsframbjóðanda í Sjálfstæðisflokknum sem haldinn var fimmtudagskvöld s.l. í Ásgarði, félagsheimili Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Guðrún tilkynnti framboð sitt til formanns fyrir tveimur vikum síðan og hefur síðan ferðast um landið og kynnt sína sýn á framtíð flokks síns. Guðrún kom inn á þing í þar síðustu kosningum til Alþingis […]

Stuð hjá Jónasi Sig í Höllinni

Það  var góð stemming á tónleikum Jónasar Sig og hljómsveitar í Höllinni í gærkvöldi. Gestir hefðu að ósekju mátt vera fleiri en 150 til 200 manns verður að teljast gott á Júróvisjonkvöldi. „Fjörið var mikið og auðvitað hefði verið gaman að sjá fleiri en þeir sem mættu í Höllina í gærkvöldi fengu helling fyrir peninginn,“ segir […]

Austan stormur á Stórhöfða í viku

„Nú eru sjö sólarhringar síðan hvessti af austri og síðan hefur vindur verið óvenju stöðugur, meðalvindur varla farið niður fyrir 20 m/s og mest í um 28 m/s. Það hefðu verið 9 – 10 vindstig áður fyrr,“ segir Óskar Sigurðsson, fyrrum vitavörður á Stórhöfða í FB-færslu í gær. Er staðfesting á því sem Eyjamenn hafa […]

Laxey – Fjórði flutningur seiða

„Í vikunni fór fram fjórði flutningurinn á seiðum frá klakstöð yfir í startfóðrun (RAS 1). Þessi áfangi er alltaf sérstakur, sama hve oft hann er framkvæmdur, enda mikilvægur hluti af vaxtarferli seiðanna,“ segir á Fésbókarsíðu Laxeyjar í gær. Seiðin voru flutt úr seiðaeldisstöð Laxeyjar við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í eldisstöðina í Viðlagafjöru. Er gert ráð […]