Einsi kaldi og hans fólk tilbúið í jólaslaginn

„Sumarið byrjaði svo sem brösuglega en svo dró frá sólu og var sumarið bara mjög gott,“ segir Einar Björn Árnason, matreiðslumeistari sem rekur veitingastaðinn Einsa Kalda í Vestmannaeyjum, öfluga veisluþjónustu og sér um skólamatinn í grunnskólanum. En nú er önnur vertíð framundan. Þegar jólin nálgast og aðventan gengur í garð lætur Einar Björn og hans […]

Alls 58 íbúðir í byggingu og 50 umsóknir

Samtals 60 þúsund fermetrar af atvinnuhúsnæði á næstu árum: Í dag eru 58 íbúðir í byggingu í Vestmannaeyjum, 38 í fjölbýli, tíu í rað- og parhúsum og tíu í einbýli. Fimmtán íbúðir hafa verið teknar í notkun það sem af er ári og um 50 eru í umsóknarferli. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Smára […]

Flogið daglega til Vestmannaeyja – Tímabundið

Vegagerðin hefur samið við Icelandair um að fljúga daglega til Vestmannaeyja meðan ferjan Herjólfur fer í slipp. Flogið verður einu sinni á dag á tímabilinu 30. nóvember til 6. desember. Til flugsins verða notaðar Dash-8 flugvélar en þær vélar taka 37 farþega.  Hægt er að bóka á vef Icelandair. Íbúar með lögheimili í Vestmannaeyjum eiga þess […]

Laxey – Fyrstu hrognin komin

Í morgun komu fyrstu hrognin í seiðaeldisstöð Laxeyjar við botn Friðarhafnar. Þar með er starfsemin hafin þó í litlu magni sé. Hrognin koma frá Benchmark Genetics, áður Stofnfiskur, sem er leiðandi fyrirtæki í kynbótum, fiskeldi og framleiðslu á laxahrognum. „Fyrsti skammturinn er 315.000 hrogn  en í framtíðinni eigum við að geta tekið við allt að […]

Jólaball fatlaðra er nú Jólahátíðin okkar

Jólahátíðin okkar verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu 6. desember. Hátíðin er endurvakin eftir stutt hlé í covid en hún hefur verið haldin í rúmlega fjóra áratugi sem Jólahátíð fatlaðra. Húsið opnar kl. 19 og klukkan 20 hefst ballið. Á meðal þeirra sem fram koma eru Herra Hnetusmjör, Sigga Beinteins, Bjartmar Guðlaugsson, Sigga Ózk […]

Markaðsvirði Ísfélagsins 110 milljarðar

Nýlokið er fundi þar sem hluta­fjárút­boð Ísfé­lags­ins var kynnt. Þar kom fram mjög fjölbreytt starfsemi félagsins sem er með starfsstöðvar á fjórum stöðum á landinu og með öflugan flota uppsjávar- og botnfiskskipa. Á fundinum fór Stefán Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri yfir rekstur Ísfélags sem stendur traustum fótum í íslenskum sjávarútvegi. Ari­on banki, ásamt Íslands­banka og Lands­bank­an­um eru […]

Herjólfur í slipp – Gamli leysir af

Herjólfur fer í slipp um miðja þessa viku en í síðustu viku kom í ljós bilun í annarri skrúfu skipsins. Þetta kemur fram á mbl.is og einnig er sagt að gamli Herjólfur sigli á meðan sá nýi er í slipp. Ekki er þó komin nákvæm dagsetning á slippinn. Siglt á há- háflóði „Núna er blíðskap­ar­veður […]

Laxey fær fyrstu hrognin á þriðjudaginn

Á þriðjudaginn, 28. nóvember tekur Laxey við fyrstu laxahrognunum í seiðaeldisstöð fyrirtækisins við botn Friðarhafnar. Þar með má segja að starfsemin sé hafin, þó í litlu magni sé. Hrognin koma frá Benchmark Genetics, áður Stofnfiskur, sem er leiðandi fyrirtæki í kynbótum, fiskeldi og framleiðslu á laxahrognum. „Fyrsti skammturinn er 300.000 hrogn  en í framtíðinni eigum […]

Loksins hillir undir flug

„Samgöngur til Vestmannaeyja eru okkar lífæð og er ástandið í dag langt frá því að vera ásættanlegt,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri á Fésbókarsíðu sinni. „Innviðaráðuneytið staðfesti á fundi í morgun að ætlunin sé að hefja flug til Eyja í byrjun desember. Við bíðum eftir upplýsingum um nánari útfærslu. Einnig var óskað eftir því við ráðuneytið […]

Aukin skilvirkni, hagkvæmni og rík samfélagsábyrgð

  Fundur SFS í Vestmannaeyjum 8. nóvember sl. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi héldu í hringferð um landið til að heyra, beint og milliliðalaust, hvað væri helst að brenna á fólki í tengslum sjávarútveginn. Yfirskrift hringferðarinnar var Hvað hefur sjávarútvegurinn gert fyrir þig? en sjálfbær nýting sjávarauðlindarinnar og hvernig arðinum af henni er skipt varðar okkur öll. Heiðrún […]