Bætt aðstaða í stærri Golfskála

,,Stækkun á golfskálanum hefur tekist  vel og við framkvæmt þetta að skynsemi. Þetta er búið að taka rúm þrjú ár og eru félagsmenn og aðrir sem heimsækja golfskálann mjög ánægðir með breytingarnar,“ segir Karl Haraldsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Vestmannaeyja. Á efri hæð skálans er 70 fm stækkun til norðurs þar sem er einstakt útsýni inn í […]

Verðum að taka áhættu og framkvæma

Tryggvi Hjaltason fer yfir stöðu Vestmannaeyja – Verðum að taka áhættu og framkvæma – Hér er fjármagn – Tækifæri og hugvit – Mikil þekking – Vantar sérfræðinga og frumkvöðla   „Trausti bróðir segir að Vestmannaeyjar séu eins og Ísland á sterum. Vandamál, áskoranir og  tækifæri séu þau sömu en aðeins ýktari en á fastalandinu. Sjálfum […]

Stóra markmiðið að 80% séu læs eftir annan bekk

GRV – Líta björtum augum á framtíðina: Tryggvi Már Í haust verða gerðar breytingar á Grunnskóla Vestmannaeyja. Þá verður GRV ekki lengur einn skóli heldur verður hann rekinn á ný sem tvær rekstrareiningar, GRV- Barnaskóli og GRV- Hamarsskóli. Engar breytingar verða gerðar á fyrirkomulagi skólanna og verður allt með hefðbundnum hætti og samstarf milli Barna- og […]

Íris bæjarstjóri: Bjart framundan!

Staða mála í Vestmannaeyjum er góð og framtíðarhorfurnar bjartar. Þetta er afrakstur dugnaðar þeirra sem hér búa, starfa og stýra. Horft er til framtíðar og sveitarfélagið þarf að fylgja eftir þeirri miklu uppbyggingu sem er hér í Eyjum bæði á vegum einstaklinga og fyrirtækja. Mikilvæg hagsmunagæsla gagnvart ríkinu Þýðingarmikið er að ríkið standi við sínar […]

Heimir tekinn við írska landsliðinu

Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Írlands. Þetta var staðfest í dag, segir á DV.is. Heimir hætti fyrir skömmu sem landsliðsþjálfari Jamaíka sem hann fór með á Copa America nú á dögunum. Af fréttum að dæma höfðu mörg lið áhuga á að fá hann sem þjálfara og nú tekur hann við írska liðinu sem er […]

Enginn kynjamismunur, 91% lesa og skilja texta

IMG 2032

Verðskuldað hefur verkefnið, Kveikjum neistann , í Grunnskóla Vestmannaeyja vakið heimsathygli. Því var hleypt af stokkunum haustið 2021 og nú eru nemendur 3. bekkjar sem hófu vegferðina að ljúka sínu 3. skólaári. Er árangur þeirra einstakur og sama má segja um bekkina tvo sem á eftir koma.  Ljós í myrkrinu eftir birtingu skýrslu eyjamannsins, Tryggva […]

Sjómenn á frystitogara landa sjálfir

Yfirlýsing Sjómannasambands Íslands vegna frávika frá aðalkjarasamningi. Sjómenn ganga í störf hafnarverkamanna og taka að sér löndun eftir langa útiveru. Sjómannasamband Íslands leggur það ekki í vana sinn að hlutast til um kjarasamninga annara „stéttarfélaga“. Nú er hins vegar svo komið að ekki verður orða bundist. Útgerðarfélagið Brim hf með blessun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, […]

Eyjalögin og Geirmundur koma mér alltaf í gott skap

Gísli Valtýsson, prentari, ritstjóri og ábyrgðarmaður Frétta/ Eyjafrétta mætti til leiks á Fréttum árið 1982 og þar var vinnustaður hans til tuga ára.  Áður starfaði hann sem smiður hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og líkaði prýðilega þar. En einn góðan veðurdag komu til hans Arnar Sigurmundsson og Sigurður Jónsson, kennari, og buðu honum í bíltúr. Þeir tveir […]

Minna stress, betri svefn og þægilegra líf

Eyjakonan Annika Vignisdóttir hafði búið í Kópavogi í 15 ár þegar hún flutti með fjölskylduna heim til Vestmannaeyja síðasta ári og sér ekki eftir því.  Það sama gildir um eiginmanninn  og peyjana tvo, öll eru þau himinsæl að vera komin. Eiginmaðurinn er Sigurður Georg Óskarsson, barnabarn Sigga Gogga skipstjóra og Fríðu Einarsdóttur, sonur Sigurbáru dóttur […]

Fjölmenn göngumessa í frábæru veðri

Göngumessa er orðin fastur liður á Goslokahátíð. Var hún vel sótt að þessu sinni enda skörtuðu Eyjarnar sínu fegursta. Gengið var frá Landakirkju í gíg Eldfells. Þar var helgistund sem sér Viðar Stefánsson stýrði. Að henni lokinni var gengið að Stafkirkjunni á Skansinum þar sem heit súpa og kaffi beið göngugarpanna. Þess má geta að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.