Stífla í kerfinu – Hvern er verið að verja?

Á síðasta fundi bæjarráðs var upplýst að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi staðfest móttöku kæru Vestmannaeyjabæjar á hendur Orkustofnun fyrir að svara ekki ítrekuðum beiðnum um rökstuðning og upplýsingar um allar þær hækkanir sem lágu til grundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni í september og janúar. Einnig var send kvörtun til ráðuneytis umhverfis-, […]

Pysjueftirlitið að gera allt klárt

„Nú er búið að finna fyrstu pysjuna þetta árið og er  pysjueftirlitið að gera allt klárt. Persónulega á ég von á mörgum pysjum þetta árið. Það er mikið af fugli og sílisfugl hefur verið áberandi. Það gefur okkur vonir um að margar pysjur nái fluginu þetta árið,“ sagði Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja sem hefur […]

Víglundur Þór Þorsteinsson – Þakkir á afmælisdegi

Eitt af því sem mestu skiptir um hvort söfn dafni eða deyi er alúð og ástríða þeirra sem þar starfa. Með því á ég ekki einungis við fasta starfsmenn safnsins hverju sinni, þótt þeir skipti vissulega miklu. Ég á ekki síður við alla þá sem með einum eða öðrum hætti rétta safninu hjálparhönd, hvort heldur […]

Stolt siglir fleyið mitt

Herjolfur (2)

Í vor tók stjórn Herjólfs ohf. þá ákvörðun að fjölga ferðum Herjólfs úr sjö í átta á tímabilinu 1. Júlí til 11. Ágúst til að svara vaxandi eftirspurn en farþegum og bílum hefur fjölgað mikið síðustu tvö ár. Dregið úr biðlistavanda Við heimamenn höfum undanfarin ár fundið vel fyrir aukinni sumarumferð með ferjunni með tilheyrandi […]

Tilhlökkun að taka nýtt skip í notkun

Sigurbjörg ÁR, nýtt skip Ísfélagsins kom til Hafnafjarðar á laugardaginn. Það var Rammi sem tók ákvörðun um smíðina á sínum tíma og var Sigurbjörg hugsuð sem humar- og bolfiskveiðiskip sem átti að sjá starfseminni í Þorlákshöfn fyrir hráefni. Síðan hefur mikið breyst, humarveiðar bannaðar, starfsemin lögð niður í Þorlákshöfn og Rammi hefur sameinast Ísfélagi Vestmannaeyja […]

Lið GV er komið í hóp þeirra bestu

Háspennuleikur við Nesklúbbinn að baki en leikar fóru 3-2 GV í vil. Úrslitin réðust á lokaholu dagsins, gríðarleg spenna! Lið GV skipuðu Kristófer Tjörvi Einarsson, Lárus Garðar Long, Örlygur Helgi Grímsson, Daníel Ingi Sigurjónsson, Andri Erlingsson, Rúnar Þór Karlsson, Jón Valgarð Gústafsson og Sigurbergur Sveinsson. Liðsstjóri var Brynjar Smári Unnarsson. Innilega til hamingju strákar! Af […]

„Við þurfum góða vegi en líka öfluga fjölmiðla“

Viðtal við Ómar, ritstjóra Eyjafrétta í Austurglugganum fimmtudaginn 18. júlí. Ómar Garðarsson fór út á vinnumarkaðinn í Seyðisfirði síldaráranna. Eftir að síldin brást festi hann rætur í Vestmannaeyjum þar sem hann hefur síðan ílengst. Hlutirnir þróuðust þannig að hann varð ritstjóri staðarmiðilsins Eyjafrétta. Austurglugginn hitti Ómar og ræddi við hann um starf héraðsfréttablaðamannsins, minningar af […]

Höfuðstöðvar Náttúruverndarstofnunar á Hvolsvelli

20230610 164205

Það er ástæða til að gleðjast fyrir okkur Sunnlendinga, en með samþykkt Alþingis 22. júní sl. annars vegar lög um Náttúruverndarstofnun og hins vegar lög um Umhverfis- og orkustofnun er ákveðið að höfuðstöðvar nýrrar Náttúruverndarstofnunar verið á Hvolsvelli. Þetta er stór tíðindi fyrir íbúa í Rangárþingi eystra og okkur öll. Náttúruverndarstofnun er ný stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs […]

Mikilvæg stig í toppbaráttunni

Eyja 3L2A1836

Eyjamenn unnu mikilvægan sigur, 1:0 í Lengjudeild karla á Dalvík/Reyni á heimavelli í gær. ÍBV byrjaði með krafti og skoraði Oliver Heiðarsson strax í upphafi leiks. Róðurinn þyngdist þegar þegar Hermann Þór fékk rautt í fyrri hálfleik en Eyjamenn héldu út og bættu við þremur stigum í toppslagnum. Eftir 13 umferðir er ÍBV í þriðja […]

Sögusetrið 1627 í Einarsstofu í dag

Liðlega 40 mættu í göngu Sögusetursins 1627 í gær sem var upphitun fyrir dagskrá í Einarsstofu í dag kl. 13.00. Komið var saman við Landakirkju og nokkrir þættir úr sögu hennar ræddir. Gengið að Stakkagerðistúni að minnisvarða um Guðríði Símonardóttur. Þá var gengið á Skansinn þar sem  rætt var um ýmsa sögulega þætti Tyrkjaránsins. Boðið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.