Traustir kúnnar og 40 ára reynsla
27. ágúst, 2024
Átt samleið frá upphafi: Friðbjörn Ólafur Valtýsson, Haukur á Reykjum vörubílsstjóri, Sigurjón og Hartmann tannlæknir.

Bílaverkstæði Sigurjóns – alhliða þjónusta

„Ég stofnaði fyrirtækið 1. nóvember 1986, Bílaverkstæði Sigurjóns. Darri bróðir kom inn í það eftir eitt ár og Jón Steinar bróðir okkar eftir það og þá  varð til Bílaverkstæðið Bragginn. Ekki man ég hvaða ár það var sem ég fór út úr því og keypti Smurstöð Skeljungs við Græðisbraut. Var þar með hefðbundið bílaverkstæði en Darri sneri sér að bílasprautun og réttingum og Jón Steinar fór í vörubílareksturinn,” segir Sigurjón Adólfsson, bifvélavirki sem í dag rekur verkstæði sitt að Flötum 20 og Garðavegi 15, húsi sem á sér langa sögu sem atvinnuhúsnæði. Þangað flutti hann á síðasta ári.

Eftir nokkur ár á Græðisbrautinni flutti Sigurjón sig aftur á Flatirnar árið 2000, í hús á sama hlaði og Bragginn var og er þar sem hann keypti húsið af Hirti Hermanns og Gísla Jónasar sem framleiddu þar trollkúlur. Það gerðu þeir í tvö eða þrjú ár og Fjölverk keypti Smurstöðina sem stóð þar sem Húsasmiðjan er í dag. Við erum með allar hefðbundnar bílaviðgerðir, smurstöð og dekkjaverkstæði. Stærri bíla þjónustum við á gamla staðnum og nóg að gera. Vörubílar og allir stærri bílar fara þar inn,” segir Sigurjón og kvartar ekki því nóg er að gera á öllum vígstöðvum.

„Við erum að meðaltali fjórir á gólfinu og ég hef oft verið spurður af  hverju ég sé sjálfur á gólfinu. Það er einföld skýring á því. Þetta gengur ekki ef maður vinnur ekki við það sjálfur eins og verkstæðin hér í Eyjum sanna. Þar eru eigendur allir á gólfinu eins og Darri í Bragganum, Muggur á bílaverkstæði Muggs,  Hörður og Matti á Bílaverkstæði Harðar og Matta og Óskar í Áhaldaleigunni. Það hafa menn reynt að reka svona verkstæði og verða aldrei skítugir undir nöglunum. Það hefur ekki gengið upp.“

Kallarnir á gólfinu, f.v. Adólf Sigurjónsson, Sævar Örn Guðmundsson, Òdinn Ægir Whelan og Sigurjón Hinrik Adólfsson.

Breytingar og tækniþróun

Bílaverkstæði Sigurjóns er mjög vel búið tækjum og uppfyllir allar kröfur dagsins í dag. „Við þjónustum flestöll bílaumboðin  og komnir með tölvur fyrir alla þessa bíla. Þetta hefur mikið breyst frá því maður opnaði húddið á bílnum til að finna út hvað væri að. Í dag kemur fólk með bílinn og við stingum tölvunni í samband. Hún gefur vísbendingar og hjálpar mikið en segir ekki allt.”

Þau eru að nálgast 40 árin sem Sigurjón hefur staðið í þessum bransa og hann upplifað miklar breytingar og tækniþróun. „Þetta er mjög mikil breyting. Í dag er það smurþjónusta við bíla með hefðbundnar vélar. Í nýrri bílum er það mengunarkerfið sem kallar á mikla þjónustu og líka bremsur, fjaðrabúnaður, tímareimar og fleira. Þetta er uppistaðan hjá okkur í dag.”

Starfsmaður á plani: Það hafa menn reynt að reka svona verkstæði og verða aldrei skítugir undir nöglunum. Það hefur ekki gengið upp.

Fylgjast vel með

Hvað með rafbílana? „Við höfum ekkert farið út í að þjónusta þá. Það er mikið sérverkefni sem við sendum beint í umboðin en við fylgjumst með þróuninni og ekki langt í að við förum að vinna við þá.

Þegar litið er yfir verkstæðið er ekki annað að sjá en að  hér sé allt sem þarf, t.d. 9 lyftur, tölvur og viðeigandi tæki. „Við  þrífum ekki bíla en alla aðra þjónustu er hægt að fá hjá okkur. Við erum með góða kúnna sem margir hafa verið hjá okkur  í áratugi og þrír frá upphafi. Fyrstu kúnnarnir voru Haukur á  Reykjum vörubílsstjóri, Friðbjörn Ólafur  Valtýsson, þá með Straum og  Hartmann tannlæknir.“

Sigurjón er ekki mikið í að selja bíla sjálfur en er í góðu sambandi við umboðin sem hann er að vinna fyrir. „Hekla kom hingað með bíla og gekk vel. Þurftu ekki að fara með marga bíla því þeir seldust flestir. Við sækjum líka námskeið hjá umboðunum til að fylgjast með því sem er að gerast. Það tryggir viðskiptavinum okkar bestu þjónustu,” sagði Sigurjón að lokum.

Myndir. Óskar Pétur.

 

 

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst