Nýtt skip Ísfélags sjósett

„Nýr ísfisktogari Ísfélagsins hf. var sjósettur hjá skipasmíðastöðinni Celiktrans í Tyrklandi í dag og ber skipið nafnið Sigurbjörg ÁR. Áætlað er að Sigurbjörg komi til landsins um áramótin og er smíðaverð um þrír milljarðar króna,“ segir á 200 mílum mbl.is í dag. Segir að skipið sé hannað af Nautic ehf. fyrir útgerðarfélagið Ramma á Siglufirði, […]
Sannkölluð Eyjastemning í Ráðhúsinu

Fjöldi fólks var samakominn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur eftir hádegið þar sem dagskrá er í tilefni þess að Vestmannaeyjabær er heiðursgestur á Menningarnótt í Reykjavíkur. Tilefnið er 50 ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengsl milli bæjarfélaganna. Þar töluðu Íris bæjarstjóri Vestmanneyja og Dagur borgarstjóri Reykjavíkur. ÁtVR sá um að skapa hina einu sönnu Eyjastemningu með söng […]
Vestmannaeyingar áberandi á Menningarnótt

Vestmannaeyjabær var valinn af borgarráði Reykjavíkur sem heiðursgestur að þessu sinni í tilefni af 50 ára goslokaafmæli á árinu 2023 og langvarandi vinatengslum milli bæjarfélaganna. Það er mikill heiður og sönn ánægja fyrir Vestmannaeyjabæ að vera heiðursgestur hátíðarinnar. Menningarnótt var haldin í fyrsta sinn árið 1996 og hefur frá upphafi skipað mikilvægan sess í viðburðahaldi […]
Sigurgeir – Við gosið á Menningarnótt

Sýningin Við gosið verður opnuð á föstudag kl. 16.00 á Hafnartorgi Gallery, í rými sem er næst Hótel Edition við höfnina. Sýningin verður opin frá klukkan 12.00 til 17.00 á laugardag og 12.00 til 15.00 á sunnudag. Ljósmyndasýningin Við gosið í Hafnartorgi Gallery sýnir valdar myndir Sigurgeirs af gosinu, þ.á.m. eina af frægustu myndum Sigurgeirs, […]
Menningarnótt – Tvær sýningar í Hafnartorgi Gallery

Á morgun, föstudaginn 18. ágúst kl. 16.00 verða opnaðar tvær glæsilegar ljósmyndasýningar, Til hafnar og Við gosið, í Hafnartorgi Gallery, við Reykjavíkurhöfn en báðar eru þær tileinkaðar Heimaeyjargosinu. Báðar á vegum Vestmannaeyjarbæjar á Menningarnótt. Sýningin Til hafnar dregur upp sjóndeildarhringinn sem við þekkjum svo vel með ljósmyndum af bátunum sem sigldu til Þorlákshafnar nóttina örlagaríku. Hvorki fyrr né síðar […]
Makrílveiðar á lokasprettinum

„Makrílveiðarnar hafa gengið misjafnlega eftir dögum. Veiðisvæðið stórt og nú er flotinn komin norður undir lögsögu Svalbarða þar sem ágætis veiði hefur verið um sl. helgi. Það þýða rúmar 600 sjómílur til Þórshafnar og 850 sjómílur til Eyja,“ sagði Eyþór Harðarsson, útgerðarstjóri Ísfélagsins. „Ísfélagið hefur tekið á móti um 9000 tonnum af makríl og þar […]
ÁtVR – Söngur og gleði í þjóðhátíðartjaldinu

,,Það verður Þjóðhátíðarstemming á Menningarnótt í Ráðhúsinu í Reykjavík á laugardaginn. Þá ætla félagsmenn ÁtVR , Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu að bresta í söng í þjóðhátíðartjaldinu sem Vestmannaeyjabær setur upp í ráðhúsinu,, segir Guðrún Erlingsdóttir, formaður ÁtVR. Hún segir ÁtVR vera í hlutverki gestgjafa í tjaldinu og það sé góð stemming fyrir deginum. ,,Við munum […]
Þjóðhátíðarstemmning í Ráðhúsinu

Vestmannaeyjabær verður heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík í tilefni af 50 ára goslokaafmælis og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. Að sögn Eyjamannsins Þorsteins Gunnarsson borgarritara er þetta í annað sinn í sögu Menningarnætur í Reykjavík sem Eyjamönnum hlotnast þessi heiður en það gerðist síðast 2004. Hefð er fyrir því að vera með heiðursgesti á Menningarnótt, í fyrra var […]
Þrjú dýrmæt stig hjá Eyjakonum

Eyjakonur höfðu betur í mikilvægum leik gegn Keflavík í Bestu deildinni á Hásteinsvelli í kvöld, 1:0. Sannkallaður fallslagur þar sem Keflavíkurkonur eru eftir leikinn í næstneðsta sæti deildarinnar með 14 stig en ÍBV í þriðja neðsta sæti með 17 stig. Neðst er Selfoss með 11 stig. Mark ÍBV skoraði Þóra Björg Stefánsdóttir á 62. Mínútu […]
Umgengni á tjaldsvæði – Aðstæður og umfang komu á óvart

„Við vorum með sama viðbúnað fyrir þjóðhátíðina í ár og á síðasta ári. Bjuggum að því að meðal starfsmanna var fólk sem var með okkur í fyrra,“ sagði Sreten Ævar rekstrarstjóri Landamerkis sem hefur umsjón með tjaldsvæðinu við Þórsheimilið sem er þjónustuhús fyrir tjaldsvæðið. Tilefnið er óánægja gesta með umgengni á tjaldsvæði og óþrifnað í […]