Rúmlega 1300 þúsund söfnuðust

„Mig langar að þakka fyrirtækjunum hér í Eyjum og þeim sem tóku þátt í gamlársgöngu og hlaupinu fyrir stuðninginn,“ segir Hafdís Kristjánsdóttir sem kom hlaupinu af stað eftir Kóf og brjálað  veður í fyrra. Hlaupið – gangan var árlegur viðburður á gamlársdag fram að kófi og tóku um 100 manns þátt árið 2019 en nú […]

Verðandi fagnaði 85 ára afmæli

„Skipstjóra og stýrimannafélagið Verðandi í Vestmannaeyjum hélt upp á 85 ára afmæli sitt í Höllinni í Eyjum í gærkvöldi. Það var flott veisla, frábær matur hjá Einsa kalda, eins og skemmtiatriðin og veislustjórn Gísla Einarssonar,“ segir Ásmundur Friðriksson, alþingismaður á Fésbókarsíðu sinni í dag. „Ég man vel þegar pabbi, Friðrik Ásmundsson var formaður þessa félags […]

Landeyjahöfn næstu daga á háflóði

Farþegar athugið – Vegna siglinga 30.- 1. janúar 2024. Herjólfur siglir til Landeyjahafnar næstu daga á háflóði skv. eftirfarandi áætlun: Laugardagur 30. desember 2023 Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 20:00 (Áður 20:45) Sunnudagur 31. desember 2023 Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45 Mánudagur 1. janúar 2024 Brottför […]

Landeyjahöfn seinni partinn í dag

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag á háflóði. Brottför frá Vestmannaeyjum er kl. 17:00 og brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:30, áður kl. 20:45. Á morgun, fimmtudaginn 28.desember gefur öldu-og sjólagsspá því miður til kynna að sigla þarf til Þorlákshafnar á morgun fimmtudag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 17:00 og brottför frá Þorlákshöfn kl. […]

Vegið að starfsöryggi og heiðri félagsmanna

„Aðalfundur og stjórn Skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðandi, mótmælir harðlega og lýsir yfir vanþóknun á hendur framkvæmdastjóra og hluta stjórnar Vinnslustöðvar, vegna fordæmalauss brottrekstrar skipstjórnarmanna á Huginn VE 55,“ segir í ályktun sem félagið sendi frá sér. „Teljum við að með þessum hætti, sé vegið að mönnum og þeim refsað áður en til sjóprófa og dóma […]

Jólaveður eins og best getur orðið

Á meðan stríðir vindar blása fyrir vestan og norðan hefur jólaveðrið í Vestmannaeyjum verið eins og best verður á kosið. Bjart, hægur vindur,  nokkuð kalt en engan snjó að sjá. Jólaskreytingar prýða bæinn og við höfnina skarta lítil skip og stór jólaljósum sem speglast í  nánast sléttum sjó. Vel þess virði að aka eða labba […]

Hátíðleg stund og viðeigandi

Það er siður margra að vitja látinna ættingja á jólum í kirkjugörðum landsins. Ekki síst á aðfangadegi jóla  og í góðu veðri eins og í gær er fjölmenni. Já, veðrið í Eyjum í gær var einstaklega gott, bjart, hægur vindur, nokkuð kalt en auð jörð. Prestar Landakirkju hafa í mörg ár verið með helgistund í […]

HS Veitur – Ekki okkar mál

Á síðasta fundi bæjarráðs voru rædd samskipti milli HS Veitna og Vestmannaeyjabæjar vegna viðbragða við skemmdum á neysluvatnslögninni. Segir í fundargerð að nauðsynlegt sé að gera ráðstafanir strax næsta sumar sem byggðar eru á ráðleggingum sérfæðinga til að tryggja lögnina. Bæjarráð leggur mikla áherslu á að HS-veitur taki ákvörðun og fari að undirbúa þær aðgerðir […]

Dýpkun hefst á morgun  

Dýpi í Landeyjahöfn var mælt föstudaginn 22.desember og er dýpið komið undir 3 metra eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Eins og staðan er núna, er ekki nægilegt dýpi til siglinga til/frá Landeyjahöfn. Dýpkun hefst þó á morgun jóladag og er ölduspá nokkuð hagstæð til dýpkunar næstu daga. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar […]

Sandra og Gísli Þorgeir og handknattleiksfólk ársins

Stjórn HSÍ hefur kosið handknattleikskonu og handknattleiksmann ársins, þau Söndru Erlingsdóttur og  Gísla Þorgeir Kristjánsson. Um Söndru segir: – Handknattleikskona ársins 2023 er Sandra Erlingsdóttir, 25 ára leikstjórnandi TuS Metzingen í Þýskalandi og A landsliðs kvenna. Sandra lék í stórt hlutverk með Tus Metzingen í þýsku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið komst í Final 4 […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.