Vegleg dagskrá Eyjafólks á Menningarnótt Reykjavíkur

Vestmannaeyjar eru sérstakir gestir á Menningarnótt Reykjavíkur sem er laugardaginn 19. ágúst. Verður dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 13.00 til 17.00. Fyrir liggja drög að dagskránni en hún er ekki fullmótuð. Sett verður upp þjóðhátíðartjald þar sem Áttahagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík (ÁTVR) ætlar að standa vaktina og spjalla við gesti, bjóða uppá bakkelsi og fleira […]
Grímur kokkur og fleira gott fólk á Fiskidegi

Grímur Gíslason, Grímur kokkur í Vestmannaeyjum á sér fastan sess á Fiskideginum mikla á Dalvík sem nú stendur sem hæst. Búist er við allt að 40 þúsund gestum sem er ansi stór biti fyrir bæjarfélag sem telur um 2000 íbúa. „Þetta gengur allt mjög vel og fínasta veður,“ segir Atli Rúnar Halldórsson, Svarfdælingur, Dalvíkingur, Eyjamaður […]
Grímur kokkur & co í þrettánda sinn

Ef einhver hátíð á landinu kemst nálægt því að standa jafnfætis Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er það Fiskidagurinn mikli á Dalvík sem nú fer hafinn. Allt á þeirra forsendum og engu stolið. Og auðvitað eiga Eyjamenn verðuga fulltrúa á Dalvík eins og kemur fram á heimasíðu Fiskidagsins sem Atli Rúnar Halldórsson stýrir. „Já, já. Eyjamennirnir mæta […]
Óþrifnaður í Þórsheimilinu og okur á tjaldstæði

„Ég var gestur á fjölskyldutjaldsvæðinu hjá Þórsheimilinu þjóðhátíðarhelgina og var einnig starfsmaður ÍBV í gæslu á hátíðinni. Við ákváðum að nota fjölskyldutjaldsvæðið sem er bæði í stuttu göngufæri við Dalinn og með þjónustumiðstöð (Þórseimilið) eða öllu heldur að við héldum, að hægt væri að nota,“ segir kona í pósti til Eyjafrétta. Lýsing hennar er ófögur […]
ÁTVR í hlutverki húsráðenda í þjóðhátíðartjaldi á Menningarnótt

Menningarnótt í Reykjavík Vegna 50 ára goslokaafmælis er Vestmannaeyjabær sérstakur gestur á Menningarnótt í Reykjavík, laugardaginn 19. ágúst. Óskað hefur verið eftir liðsinni félagsmanna ÁtVR, Átthagafélags Vestmannaeyinga í Reykjavík í viðburði bæjarins í Ráðhúsi Reykjavíkur þann dag milli kl. 13.00 og -17.00 Þjóðhátíðartjald verður sett upp í Tjarnarsalnum og þar verður boðið upp á heðfbundið […]
Fötin þurrkuð fyrir Brekkusönginn

Eftir nokkuð blautan laugardag er komið hið besta veður í Vestmannaeyjum og stefnir í gott veður á Brekkusöng í kvöld sem að margra mati er hápunktur hátíðarinnar. Flestir blotnuðu vel í gærkvöldi en létu það ekki stoppa sig í gleðinni. Þá er bara að undirbúa sig fyrir kvöldið og íslensk ungmenni bjarga sér. Það sést […]
Besta deildin – Sannkallaður þjóðhátíðarleikur í dag kl. 14.00

„Allir leikir sem við eigum eftir eru úrslitaleikir, allt leikir sem við getum unnið. Deildin hefur spilast þannig að þrjú sterkustu liðin, Víkingur, Valur og Breiðablik tróna á toppnum en önnur lið eru í sama slag og við. Með góðum úrslitum í leikjunum sem við eigum eftir eru möguleikar á að komast í topp sex […]
Bálið á Fjósakletti lýsti upp Dalinn í blankalogni

Glatt logaði bálkösturinn á Fjósakletti í kvöld. Logarnir stigu beint til himins og lýstu upp Herjólfsdal sem skartaði sínu fegursta í blankalogni. Þúsundir þjóðhátíðargesta fylgdust með brennunni sem er einn af hápunktum Þjóðhátíðar Vestmannaeyja. Fjölbreytt dagskrá var í allt kvöld og var Brekkan þéttsetin fólki á öllum aldri sem naut þess sem boðið var upp […]
Víkingferðir keyra fólki í og úr Dalnum

Víkingferðir verða með keyrsluna í Dalinn þetta árið. Leiðirnar sem eru í boði eru með svipuðu sniði og í fyrra en takið eftir að leið 1 sem er á daginn og í gegnum bæinn er frá kl. 12:00 til kl. 18:00. Leið 2 og 3 er í gegnum íbúðahverfin frá kl. 20:00 til 6:00, reynt […]
Lögreglan – Stuðlum að öryggi í samskiptum og virðum mörk

Talsverður fjöldi fólks er nú kominn til Vestmannaeyja og búist er við enn fleiri gestum í dag. Í gærkvöldi fór hið árlega húkkaraball fram í góðu veðri. Tveir gistu fangageymslur í nótt vegna ölvunar og fimm minniháttar fíkniefnamál komu upp. Að öðru leyti má segja að nóttin hafi verið fremur róleg. Lögregla hefur, sem fyrr […]