Eyjahjartað í síðasta sinn á sunnudaginn

  Fáir viðburðir sem tengst hafa gosinu 1973 hafa skilað sögu Vestmannaeyja síðustu áratuga betur en Eyjahjartað. Það verður haldið í ellefta og síðasta skiptið í Einarsstofu klukkan 13.00 á sunnudaginn fyrsta október. Þar hefur Eyjafólk, flest brottflutt sagt sögur frá uppvextinum í Vestmannaeyjum frá miðri síðustu öld og fram á þessa. Nú mæta þau […]

Matey – metnaðarfullt matar- og menningarævintýri

„Við tökum þátt í Matey á tvennan hátt, annars vegar með því að leggja til fisk og fiskafurðir í matargerð á veitingahúsum og hins vegar með því að kynna gestum starfsemi okkar og framleiðslu. Efnt var til þessa viðburðar í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn í fyrra, sjávarréttahátíðar í lok ferðasumars, og ljóst strax þá að […]

Eyjapistlar og Eyjalög í Salnum á morgun

Þann 16. sept. skrifaði Ómar Garðarsson ritstjóri Eyjafrétta: Meðal merkustu viðburða á Goslokahátíð 2023 var dagskrá í Eldheimum, Gísli Helgason og Eyjapistlarnir ógleymanlegu í Ríkisútvarpinu. Voru þeir á dagskránni frá 7. febrúar 1973 til 25. mars 1974. Þar voru lesnar ýmsar tilkynningar, fréttir, afmæliskveðjur og birt viðtöl við fólk sem í gosinu var tvístrað vítt […]

Síldin streymir til Eyja

Huginn VE kom með fyrsta farminn úr norsk-íslensku síldinni þetta árið um kl. 18.00 á mánudaginn. Var hann með um 800 tonn sem fengust fyrir austan land. Stuttu seinna kom Álsey VE með svipaðan afla. Síldinni úr Huginn var landað hjá Vinnslustöðinni þar sem síldin er fryst og úr Álsey hjá Ísfélaginu. Síðan hafa Suðurey […]

Ásmundur – Stefán Runólfsson 90 ára í gær

Stefán er fæddur í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann gekk í Barnaskólann í Vestmannaeyjum og að loknu fullnaðarprófi innritaðist hann í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Stefán hóf að vinna við fiskvinnslu fermingarárið 1947 sem sumarmaður. Vorið 1950 hóf hann störf hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja sem aðstoðarverkstjóri, þá aðeins 16 ára. Frá árinu 1953 […]

Samtals 18 marka sigrar

Það var góður dagur í gær hjá Bikarmeisturum ÍBV kvenna og Íslands­meisturum karla ÍBV sem unnu leiki sína með níu marka mun hvort lið í fyrstu umferð Olísdeildarinnar þetta tímabilið. Konurnar unnu 20:29 útisig­ur á KA/Þ​ór og var Birna Berg marka­hæst Eyjakvenna með átta mörk, Sunna 5, Elísa 4, Karol­ina 3, Mar­grét Björg, Sara Dröfn […]

Eyjakonur styrktu stöðu sína í fallbaráttunni

Eyjakonur voru í öðru sæti af fjórum í neðri hluta úrslita Bestu deildarinnar fyrir leikinn gegn Selfossi á Hásteinsvelli í gær sem þær unnu 2:1. Það var Olga Sevcova sem skoraði bæði mörkin og styrkti stöðu ÍBV verulega í baráttunni um sæti í Bestu deild að ári. ÍBV endaði í áttunda sæti deildarinnar með 18 […]

Gísli Helga, Eyjapistlarnir og Eyjalögin í Salnum

Eyjapistlar voru á dagskrá RÚV frá febrúar 1973 til marsloka árið eftir. Af 260 þáttum sem samtals voru um 90 klst. hafa um 80 þættir varðveist. Í bland við þekkt Eyjalög verða á þessum tónleikum flutt brot úr nokkrum þessara útvarpsþátta. Á sínum tíma var tilgangur þáttastjórnendanna Arnþórs og Gísla Helgasona að vera upplýsingaveita fyrir […]

Herjólfur – Óvissa með Landeyjahöfn

Fréttatilkynning frá Herjólfi:  Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar sem ætla sér að ferðast með okkur seinnipartinn á morgun að spáð er hækkandi ölduhæð í Landeyjahöfn. Allar ferðir morgundagsins eru á áætlun en ef gera þarf breytingu á áætlun, gefum við það út um leið og það liggur fyrir. Einnig hvetjum við farþega til þess […]

Sveitarfélagið Ölfus stofnar Orkufélagið Títan ehf.

Félagið er rekstrarfélag og er tilgangur þess orkurannsóknir, orkuvinnsla og rekstur hitaveitu í þágu Sveitarfélagsins Ölfus og annarra sveitarfélaga og hagaðila á áhrifasvæði þess og rekstur tengdra mannvirkja. Í stjórn félagsins náðu kjöri:  Grétar Ingi Erlendsson sem jafnframt var kosinn formaður stjórnar og  meðstjórnendur Sandra Dís Hafþórsdóttir, Kristín Magnúsdóttir. Í varastjórn voru kosin Hrönn Guðmundsdóttir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.