Safnahelgi – Menningarveisla í tali, tónum, myndum og handbolta

Það var árið 2004 sem Kristín Jóhannsdóttir, þá menningar- og ferðamálafulltrúi Vestmannaeyja blés til fyrstu Safnanæturinnar í Vestmannaeyjum. Hugmynd sem hún tók með sér frá Þýskalandi og hefur verið árviss viðburður síðan. Fljótlega varð þetta að Safnahelgi, sannkölluð menningarveisla fyrstu helgina í nóvember sem nú er fram undan. Hefst hún á morgun, fimmtudag og stendur […]

Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar í dag

Í dag, miðvikudaginn 2.nóvember, munu fermingarbörn ganga í hús hér í Eyjum kl. 17.00- 19.00, og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu. Krakkarnir hafa fengið fræðslu um hjálparstarf á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og fengið að kynnast aðstæðum sem fólkið í Eþíópíu býr við.  Með þessu verkefni erum við minnt á sameiginlega ábyrgð allra á […]

Ísfélagið – Jólasíldin handan hornsins

Venju samkvæmt eru starfsmenn Ísfélagsins, bæði í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn, búin að leggja hjarta og sál í jólasíld félagsins fyrir komandi jólaveislu. Um er að ræða sitthvora leyniuppskriftina, en ætla má að hvor um sig sé best í heimi, líklega. Bæjarbúar, og aðrir sem vilja, fá að sjálfsögðu að njóta með okkur og verður […]

Svekkjandi tap gegn FH

ÍBV mátti sætta sig við eins marks tap, 28:29 gegn FH í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum í gær. ÍBV  var 16:12 yfir í hálfleik en það dugði ekki til. ÍBV er í sjötta sæti með átta stig eftir sjö umferðir en með sigri í gær hefðu Eyjamenn hoppað upp í annað sætið. Rúnar Kárason skoraði […]

Á leið til Þorlákshafnar – Óvissa með seinni ferð

Ófært er til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar og er Herjólfur á leið til Þorlákshafnar núna fyrri hluta dags og fer frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Þeir farþegar sem áttu bókað kl. 07:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 09:00 frá Landeyjahöfn hafa verið færðir sjálfkrafa milli hafna. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á […]

Foreign Monkeys afkastamiklir – Breiðskífa væntanleg

Árið 2022 hefur verið nokkuð viðburðaríkt hjá eyjasveitinni Foreign Monkeys. Sveitin sem samanstendur af þeim Gísla Stefánssyni, Boga Ágústi Rúnarssyni og Víði Heiðdal Nenonen hefur sent frá sér þrjár smáskífur sem af er ári og sú fjórða „HIGH“ er á leiðinni 21. október nk. Enn sem komið er hafa smáskífurnar aðeins komið út stafrænt á […]

Bras og vesen að veikjast úti á landi

Sjúkrasögur úr Vestmannaeyjum: Þessari grein er ekki ætlað að kasta rýrð á fólkið í heilbrigðiskerfinu, þvert á móti því söguhetjur okkar bera því vel söguna en það er ekkert grín að vera úti á landi þegar eitthvað ber út af. Söguhetjurnar er kjarnafólk, fætt 1974 og kallar ekki allt ömmu sína þegar á móti blæs. […]

ÍBV lauk tímabilinu með reisn

ÍBV endaði tímabilið með sigri, 1:0 á Leikni á Hásteinsvelli og er í öðru sæti neðri hluta Bestu deildarinnar með 32 stig. Öll síðasta umferðin fór fram í dag og hófust leikirnir klukkan 13.00. Breiðablik eru Íslandsmeistarar og Keflvíkingar á toppi neðri hlutans með 37 stig. Fram er í þriðja sæti með 31 stig. FH […]

Líkamsrækt á frábærum stað og einstakt útsýni

Metabolic Reykjavík opnaði með pompi og prakt þann 7. janúar 2019 í húsnæði við Stórhöfða 17 í Reykjavík. Það er ekki endilega í frásögur færandi, nema fyrir það að í brúnni stendur Eyjakonan Eygló Egils. Hún og vinkona hennar, Rúna Björg höfðu þann draum að opna stöð sem þessa í Reykjavík og létu verða af […]

Eyjamaðurinn – Þökkum öllum sem hafa lagt okkur lið

Björgunarfélag Vestmannaeyja stendur á tímamótum nú þegar nýr  og öflugari björgunarbátur er kominn í heimahöfn. Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélgs Vestmannaeyja er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.   Fullt nafn: Arnór Arnórsson Fjölskylda: Giftur Hildi Björk og eigum saman tvo drengi Bjarka Pál og Arnór Pál. Hefur þú alltaf búið í Eyjum: Nei ég bjó í […]