Besta deildin – ÍBV mætir Keflavík í dag

ÍBV mætir Kefla­vík í Bestu deild karla á Hásteinsvelli í dag kl. 15.15.  Mikilvægur leikur í neðri hlutanum þar sem ÍBV er í þriðja sæti af sex með 23 stig. Stutt er í liðin fyrir neðan þannig að hvert stig skiptir máli. Myndina tók Sigfús Gunnar á leik ÍBV og FH á Hásteinsvelli í síðustu […]

Eyjakarlar og konur í toppbaráttunni

Karla- og kvennalið ÍBV eru í toppsætum Olísdeildarinnar eftir síðustu leiki. Eyjakonur unnu góðan sigur á HK, 31:18,  á útivelli í síðustu viku. Eru þær í þriðja sæti eftir þrjár umferðir með fjögur stig. Það er ekki síður skriður á körlunum sem höfðu betur í leik gegn Stjörnunni á heimavelli, 36:27 í síðustu viku. Er […]

Herjólfur – Óvissa með ferðir seinnipartinn

Farþegar sem ætla með Herjólfi í dag eru beðnir um að fylgjast með vegna versnandi veðurs. Staðfestar brottfarir hjá Herjólfi IV í dag eru eftirfarandi: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30 og 12:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45 og 13:15 Eftir hádegi á að bæta í veðrið og á það að standa hæðst milli […]

Fólksflutningar og skömmtun á vatni bili vatnsleiðslan – Atvinnulíf stöðvast

Á fundi Almannavarnanefndar Vestmannaeyja í gær er lýst yfir áhyggjum af þeirri staðreynd að einungis ein nothæf neysluvatnslögn er milli lands og Vestmannaeyja. „Núverandi lögn, neðansjávarleiðsla 3, var tekin í notkun árið 2008. Neðansjávarleiðslur 1 og 2 hafa báðar verið dæmdar ónýtar, sú fyrri árið 2008 og sú síðari árið 2014. Frá 2014 hefur neðansjávarleiðsla […]

Saga og súpa í Sagnheimum á morgun, laugardag

Laugardaginn 8. október kl. 12-13 bjóðum við upp á Sögu og súpu. Að þessu sinni kemur í heimsókn Halldór Svavarsson, seglasaumari og áhugamaður um sögu, sem fæddist í Byggðarholti, Kirkjuvegi 9b, í Vestmannaeyjum árið 1942. Strand Jamestown er fjórða bók höfundar og fjallar um endalok eins stærsta seglskips í heimi á 19. öld en það strandaði […]

Fyrsti rafmagnslögreglubíll landsins í Vestmannaeyjum

Nýlega gerðu Blue Car Rental ehf. og Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum langtímaleigusamning um fyrsta 100% rafbílinn á Íslandi sem notaður verður sem útkallsbíll, skráður til neyðaraksturs, merktur og með tilheyrandi búnaði. Um tilraunaverkefni af hálfu Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum er að ræða en umræddur rafbíll er af gerðinni Mercedes-Benz EQB 300, 4MATIC, Pure árgerð 2022. Víst þykir að önnur lögregluembætti líta […]

Nýtt blað Eyjafrétta komið út

Nýjasta blað Eyjafrétta er að koma út, stútfullt af spennandi efni að venju. Meðal annars eru kynntar hugmyndir ÍBV-íþróttafélags um uppbyggingu íþróttamannvirkja. Væntanlegt laxeldi skoðað niður í kjölinn. Makrílvertíðin gerð upp og sagt frá góðum krafti í síldinni. Nýjum Þór er fagnað og sagt frá blómlegu starfi Tónlistarskólans. Pysjuvertíðin veldur vonbrigðum, lokaúttekt. Ljósmyndari Justin Biebers […]

Meistari Andésar andar-leika á leið í hásætið í brúnni

„Ég er að æfa fótbolta með Leikni í 6. flokki. Mér finnst líka rosalega gaman að fara með pabba mínum á sjóinn einu sinni á ári. Svo finnst mér bara gaman að leika mér með vinum mínum og vera í tölvunni.“ – Hvað langar þig til að gera í framtíðinni? „Mig langar til að vera […]

Dýrmæt stig í baráttuleik

ÍBV hafði betur, 2:1 gegn FH í fyrsta leiknum í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla á Hásteinsvelli í dag.  Hart var barist enda mikið í húfi fyrir bæði lið, FH í fallsæti með 19 stig og ÍBV sæti ofar með 20. Mörk ÍBV skoruðu  Telmo Castanheira og  Eiður Aron Sigurbjörnsson. Með sigrinum er ÍBV […]

Herjólfur – Breyting á áætlun á morgun

Farþegar athugið – Breytt áætlun á morgun fimmtudag 6. október. Herjólfur IV siglir skv. eftirfarandi áætlun á morgun fimmtudag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 14:30, 17:00, 20:15 (Þeir farþegar sem áttu bókað kl. 19:30 eiga bókað í þessa ferð). Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15, 21:15 (Þeir farþegar sem áttu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.