Guðrún Erlings heldur kröftuga afmælistónleika

„Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að ég verð 60 ára þann 18. október. Ég á hlut í öllum lögunum, annað hvort bæði lag og texti  og þýðingar eða íslenska texta við erlend rokk og gospellög. Auk þess verður flutt lag sem ég samdi við rúmlega 130 ára gamalt ljóð Hannesar Hafstein og svo texti […]

Öflugur leiðangur til Kubuneh í Gambíu

Nú er undirbúningur fyrir næstu ferð í fullum gangi. 1.nóvember næstkomandi fljúgum við frá Íslandi, millilendum í Gatwick og tökum svo 6 tíma flug niður til Gambíu. Í þessa ferð fara með okkur Þórunn Pálsdóttir ljósmóðir, Nanna Klausen hjúkrunarfræðingur, Arngrímur Vilhjálmsson (Addi) heilsugæslulæknir og Konstantinas Zapivalovas (Kosti) múrari. Daði og Kostas ætla að steypa innkeyrslu […]

Herjólfur – Næsta ferð kl. 17.00

Vegna sjávarstöðu falla niður ferðir kl. 14:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 15:30 frá Landeyjahöfn. Þeir farþegar sem eiga bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu okkar til þess að færa bókun sína. Herjólfur stefnir á brottför kl. 17:00 frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar. Ef gera þarf frekari breytingu á áætlun, þá gefum við það […]

Besta deildin – ÍBV mætir Keflavík í dag

ÍBV mætir Kefla­vík í Bestu deild karla á Hásteinsvelli í dag kl. 15.15.  Mikilvægur leikur í neðri hlutanum þar sem ÍBV er í þriðja sæti af sex með 23 stig. Stutt er í liðin fyrir neðan þannig að hvert stig skiptir máli. Myndina tók Sigfús Gunnar á leik ÍBV og FH á Hásteinsvelli í síðustu […]

Eyjakarlar og konur í toppbaráttunni

Karla- og kvennalið ÍBV eru í toppsætum Olísdeildarinnar eftir síðustu leiki. Eyjakonur unnu góðan sigur á HK, 31:18,  á útivelli í síðustu viku. Eru þær í þriðja sæti eftir þrjár umferðir með fjögur stig. Það er ekki síður skriður á körlunum sem höfðu betur í leik gegn Stjörnunni á heimavelli, 36:27 í síðustu viku. Er […]

Herjólfur – Óvissa með ferðir seinnipartinn

Farþegar sem ætla með Herjólfi í dag eru beðnir um að fylgjast með vegna versnandi veðurs. Staðfestar brottfarir hjá Herjólfi IV í dag eru eftirfarandi: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30 og 12:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45 og 13:15 Eftir hádegi á að bæta í veðrið og á það að standa hæðst milli […]

Fólksflutningar og skömmtun á vatni bili vatnsleiðslan – Atvinnulíf stöðvast

Á fundi Almannavarnanefndar Vestmannaeyja í gær er lýst yfir áhyggjum af þeirri staðreynd að einungis ein nothæf neysluvatnslögn er milli lands og Vestmannaeyja. „Núverandi lögn, neðansjávarleiðsla 3, var tekin í notkun árið 2008. Neðansjávarleiðslur 1 og 2 hafa báðar verið dæmdar ónýtar, sú fyrri árið 2008 og sú síðari árið 2014. Frá 2014 hefur neðansjávarleiðsla […]

Saga og súpa í Sagnheimum á morgun, laugardag

Laugardaginn 8. október kl. 12-13 bjóðum við upp á Sögu og súpu. Að þessu sinni kemur í heimsókn Halldór Svavarsson, seglasaumari og áhugamaður um sögu, sem fæddist í Byggðarholti, Kirkjuvegi 9b, í Vestmannaeyjum árið 1942. Strand Jamestown er fjórða bók höfundar og fjallar um endalok eins stærsta seglskips í heimi á 19. öld en það strandaði […]

Fyrsti rafmagnslögreglubíll landsins í Vestmannaeyjum

Nýlega gerðu Blue Car Rental ehf. og Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum langtímaleigusamning um fyrsta 100% rafbílinn á Íslandi sem notaður verður sem útkallsbíll, skráður til neyðaraksturs, merktur og með tilheyrandi búnaði. Um tilraunaverkefni af hálfu Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum er að ræða en umræddur rafbíll er af gerðinni Mercedes-Benz EQB 300, 4MATIC, Pure árgerð 2022. Víst þykir að önnur lögregluembætti líta […]

Nýtt blað Eyjafrétta komið út

Nýjasta blað Eyjafrétta er að koma út, stútfullt af spennandi efni að venju. Meðal annars eru kynntar hugmyndir ÍBV-íþróttafélags um uppbyggingu íþróttamannvirkja. Væntanlegt laxeldi skoðað niður í kjölinn. Makrílvertíðin gerð upp og sagt frá góðum krafti í síldinni. Nýjum Þór er fagnað og sagt frá blómlegu starfi Tónlistarskólans. Pysjuvertíðin veldur vonbrigðum, lokaúttekt. Ljósmyndari Justin Biebers […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.