Bliki VE sökk í Klettsvík

Í morgun sökk þjónustubáturinn Bliki VE í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Enginn var um borð og ekki er vitað um orsakir. Olíumengun er að sögn lítil sem engin og er búið að gera viðeigandi ráðstafanir til hindra mengun ef olía fer að leka úr bátnum. Bliki VE er í eigu Gelp-kafaraþjónustu sem Gunnlaugur Erlendsson kafari á. […]
Ísfélagið býður öllum á leikinn á morgun

Eyjamenn taka á móti FH í Bestu deildinni á morgun, sunnudag og er frítt á völlinn í boði Ísfélagsins. Það munar aðeins einu stigi á liðunum og má því búast við afar spennandi leik sem hefst klukkan 16.00. Það er spáð bongóblíðu og viljum við sjá sem flest á vellinum að styðja við okkar menn. […]
Löng sigling á makrílmiðin – Von um betri tíð

„Ísfélagið er búið að veiða um 7.500 tonn af makríl þetta sumarið. Það hefur gengið illa síðustu tvær vikur að finna makrílinn en vonandi rætist úr því næstu daga,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins þegar rætt var við hann. Þá var Heimaey að landa 600 tonnum á Þórshöfn. „Sigurður, Álsey og Suðurey eru í Smugunni […]
Vestmannaeyjar – Spennandi stöður í boði

Í síðasta blaði er sagt frá því að Audrey Padgett, sem farið hefur fyrir hvalasetri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum frá komu mjaldranna, Litlu hvítar og Litlu gráar í júní 2019 sé á förum. Er hún ásamt Jana Sirova, sem er yfir starfsemi Sea Life Trust í Vestmannaeyjum og á Bretlandi að leita að arftaka […]
Íris bæjarstjóri – Aðgengisstétta- skipting í heilbrigðiskerfinu

Undanfarið hefur mikið verið fjallað um stöðu heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Jafnt aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu á að vera grundvallaratriði í samfélagsuppbyggingunni. Sú er hins vegar ekki raunin fyrir fólk á landsbyggðinni í dag. Formaður Læknafélags Íslands hefur verið að taka út stöðuna á landsbyggðinni hvað varðar læknamönnun. Fréttablaðið fylgdi því máli vel eftir og […]
Sea Life – Audrey á förum – Leitað að arftaka

Audrey Padgett sem farið hefur fyrir hvalasetri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum frá komu mjaldranna, Litlu hvítar og Litlu gráar í júní 2019 er nú á förum. Er hún ásamt Jana Sirova, sem er yfir starfsemi Sea Life Trust í Vestmannaeyjum og á Bretlandi að leita að arftaka Audrey. Má segja að viðtalið við þær […]
Formenn ósáttir vegna afsagnar Drífu

Yfirlýsing frá formönnum innan Starfsgreinasambands Íslands vegna afsagnar Drífu Snædal forseta ASÍ: Við undiritaðir formenn félaga innan Starfsgreinasambands Íslands viljum þakka fráfarandi forseta ASÍ fyrir farsælt og gefandi samstarf undanfarin 10 ár. Fyrst með flestum okkar sem framkvændastjóri SGS og síðustu fjögur ár sem forseti ASÍ. Drífa hefur verið róttæk, sýnileg og fylgt áherslum Alþýðusambands […]
Íris og Páll í undirbúningsnefnd um kaup á minnisvarða

Í bæjarráði var brugðist við ósk forsætisráðuneytisins um tilnefningu í undirbúningsnefnd um kaup á minnisvarða um eldgosið á Heimaey. Tveir fulltrúar af fimm eru tilnefndir af bæjarstjórn Vestmannaeyja, tveir af Alþingi og einn án tilnefningar. Það er Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins sem verður formaður. Í bæjarráði voru Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar […]
Áframhaldandi samstarf og afmælisfjör

Í þessum mánuði eru tíu ár síðan Vestmanneyjabær og Hjallastefnan skrifuðu undir samning um rekstur Leikskólans Sóla. Því verður framhaldið því bæjarráð hefur samþykkt drög að nýjum samningi til fimm ára. Jafnframt voru lögð fyrir drög að viðauka við samninginn, um viðræður vegna inntöku barna frá 12 mánaða aldri. Samningurinn tekur gildi þann 15. ágúst […]
Stór skellur gegn KR

Fyrsti leikur eftir þjóðhátíð hefur oft verið erfiður Eyjamönnum. Svo var einnig í dag þegar ÍBV mætti KR í Bestu deild karla á Meistaravöllum. Niðurstaðan var 4:0 fyrir KR þannig að enn er á brattann að sækja fyrir ÍBV í botnbaráttunni. ÍBV er með tólf stig í níunda sæti og mætir FH, sem er í […]