Rampur og styrkur í minningu Gunnars Karls

Á laugardaginn var Rampur númer 160 í átakinu Römpum upp Ísland vígður við Brothers Brewery í Vestmannaeyjum. Um leið var fyrsti styrkur veittur úr Minningarsjóði Gunnars Karls Haraldssonar sem hefur það að markmiði að styrkja og efla fólk með fötlun til þátttöku í samfélaginu. Fyrsta styrkinn hlaut Arna  Sigríður Albertsdóttir íþróttakona sem keppir í handahjólreiðum. […]

Verðskuldaður sigur ÍBV

ÍBV hafði betur, 1:2 í leik á útivelli gegn Keflavík í Bestu deild kvenna sem var að ljúka rétt í þessu. Mörk ÍBV komu með mínútu millibili undir lok fyrri hálfleiks. Ameera Hussen skoraði á 40. mínútu og  Viktorija Zaicikova á þeirri 41. Góð baraátta hjá Eyjakonum og sigurinn verðskuldaður í leik sem Kári lék […]

Herjólfur í Þorlákshöfn kl. 17.00

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag. og er brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 og brottför frá Þorlákshöfn kl. 20:45. „Þeir farþegar sem áttu bókað á þessum tímasetningum hafa verið færðir á milli hafna aðrir þurfa að hafa samband við afgreiðslu okkar til þess að láta færa ferð sína. Á þessum árstíma er alltaf hætta […]

Tveggja marka tap í hörkuleik

Eyja 3L2A2868

Stjarn­an hafði betur i miklum baráttuleik gegn ÍBV í annarri umferð Olísdeildar kvenna  í Vestmannaeyjum í gær. Jafnt var í hálfleik 12:12 en Stjörnukonur höfðu betur á lokakaflanum og lauk leiknum með 22:24 útisigri Stjörnunnar. ÍBV er með tvö stig eftir tvær umferðir. Næsti leikur er gegn HK þann áttunda október. Mynd Sigfús Gunnar. (meira…)

Ofsaveður hamlar siglingu Herjólfs

„Vegna ofsaveðurs hefur verið ákveðið að fella niður siglingar fyrri hluta dagsins. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni því skilning,“ segir í tilkynningu frá Herjólfi.Hvað varðar siglingar seinnipartinn í dag, þá á veðrið að lægja þegar líða tekur á daginn. Við gefum út tilkynningu […]

Krakkar í GRV gróðursettu 450 plöntur

Grunnskóli Vestmannaeyja fékk nú í haust 450 plöntur frá Yrkju sem er Sjóður æskunnar til ræktunar landsins. Plöntunar voru gróðursettar af krökkunum í fyrsta, öðrum, þriðja, fjórða og fimmta bekk á miðvikudaginn. Yrkja er sjóður sem úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna. Stjórnendur GRV sóttu til sjóðsins og fengu gefins plöntur. Ákveðið var að framkvæma gróðursetninguna í […]

Herjólfur – Breytingar vegna skítaveðurs

„Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar sem ætla sér að ferðast með okkur á morgun laugardag að spáð er hækkandi ölduhæð þegar líða tekur á kvöldið, en um kl. 21:00 annað kvöld er gert ráð fyrir 3 metra ölduhæð við Landeyjahöfn,“ segir í tilkynningu frá Herjólfi. Ástæðan er skítaveður um helgina, fyrsta alvöru haustlægðin sem […]

Burstuðu ÍR-inga í gærkvöldi

Það var mikið stuð á Eyjamönnum í Olísdeild karla þegar þeir tóku á móti ÍR-ingum í öðrum leik tímabilsins í gærkvöldi. ÍBV var með yfirhöndina frá fyrstu mínútu og lauk leiknum með 15 marka mun, 43:28. Í fyrsta leik gerði ÍBV jafntefli á mói KA fyrir norðan og er í fimmta sæti með þrjú stig. […]

Georg Eiður – Lundasumarið 2022

Sá engan lunda í dag og pysjunum farið að fækka og styttist óðum í Lundaballið og því rétt að gera sumarið upp. Ég fór inn í þetta sumar með miklar væntingar um að hin góða nýliðun í lundastofninum héldi áfram, en svo varð ekki, því miður, en hafa verður þó í huga að komnar eru […]

Sjávarútvegur 2022 hefst í Höllinni á morgun

Sjávarútvegssýningin  SJÁVARÚTVEGUR 2022/ ICELAND FISHING EXPO  2022 verður haldin   21. – 23. september í LAUGARDALSHÖLL.    Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar framkvæmdastjóra sýningarinnar er sýningin uppseld.  „Sýningin er einstaklega fjölbreytt og margar nýjungar. Það eru allar tegundir af fyrirtækjum er þjóna íslenskum sjávarútvegi að með bása. Bæði stærstu fyrirtæki á þessu sviði og svo minni fyrirtæki. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.