Björgunarfélag Vestmannaeyja stendur á tímamótum nú þegar nýr og öflugari björgunarbátur er kominn í heimahöfn. Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélgs Vestmannaeyja er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Fullt nafn: Arnór Arnórsson
Fjölskylda: Giftur Hildi Björk og eigum saman tvo drengi Bjarka Pál og Arnór Pál.
Hefur þú alltaf búið í Eyjum: Nei ég bjó í Kópavogi í tvö ár á meðan ég var í skóla í borginni.
Mottó: Þú ert ekki tré. Ekki gera í dag það sem þú getur gert á morgun.
Síðasta hámhorfið: Stranger Things, vorum að klára það.
Uppáhalds hlaðvarp? Draugar fortíðar.
Aðaláhugamál: Fjölskyldan, ferðalög erlendis og bjór.
Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án: Tannbursta og kaffi.
Hvað óttast þú mest: Að missa af einhverju.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Country, KK, Ljótu Hálfvitarnir
Hvaða ráð myndir þú gefa 18 ára þér sem veganesti inn í lífið: Ekki hætta að læra. Taktu öll þau námsskeið sem þér bjóðast og aldrei segja nei ef einhver stingur upp á utanlandsferð.
Hvað er velgengni fyrir þér: Eiga fjölskyldu og vini sem styðja við þig, hafa skjól yfir höfuðið og mat fyrir fjölskylduna.
Hvað hefur þú verið lengi í Björgunarfélaginu? Síðan 2005
Hverju breytir þetta nýja skip fyrir ykkur? Fyrst og fremst öryggi sjálfboðaliðans og aðbúnaðurinn um borð. Gamla skipið hefur skilað sínu en höndlar ekki orðið álagið í útköllum.
Hvernig hefur fjármögnun gengið? Fjármögnunin hefur ekki gengið eins vel og við vonuðumst eftir. Vestmannaeyjabær hefur algjörlega bjargað okkur en okkur vantar enn 35 milljónir upp í okkar hlut í skipinu. Sjóvá kom sterkt inn í þetta með SL en það borgaði Landsbjargarpartinn nánast í þrjú skip. Þetta er náttúrulega landsdekkandi verkefni og er þetta bara fyrsta skip af vonandi 13. Við lögðum upp í þetta verkefni með því hugarfari að þetta myndi ekki hafa áhrif á annan rekstur félagins hjá okkur og við vonum að við náum að halda því þannig.
Hvað verður um gamla bátinn? Hann fer á sölu fljótlega. Við þekkjum vel inn á hann og viljum hafa hann hjá okkur á meðan við lærum á nýja skipið.
Eitthvað að lokum? Við viljum þakka öllum þeim sem hafa lagt okkur lið í þessu verkefni okkar og tóku þátt í móttökuathöfninni með okkur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst