Saga og súpa í Sagnheimum á morgun, laugardag

Laugardaginn 8. október kl. 12-13 bjóðum við upp á Sögu og súpu. Að þessu sinni kemur í heimsókn Halldór Svavarsson, seglasaumari og áhugamaður um sögu, sem fæddist í Byggðarholti, Kirkjuvegi 9b, í Vestmannaeyjum árið 1942. Strand Jamestown er fjórða bók höfundar og fjallar um endalok eins stærsta seglskips í heimi á 19. öld en það strandaði […]

Fyrsti rafmagnslögreglubíll landsins í Vestmannaeyjum

Nýlega gerðu Blue Car Rental ehf. og Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum langtímaleigusamning um fyrsta 100% rafbílinn á Íslandi sem notaður verður sem útkallsbíll, skráður til neyðaraksturs, merktur og með tilheyrandi búnaði. Um tilraunaverkefni af hálfu Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum er að ræða en umræddur rafbíll er af gerðinni Mercedes-Benz EQB 300, 4MATIC, Pure árgerð 2022. Víst þykir að önnur lögregluembætti líta […]

Nýtt blað Eyjafrétta komið út

Nýjasta blað Eyjafrétta er að koma út, stútfullt af spennandi efni að venju. Meðal annars eru kynntar hugmyndir ÍBV-íþróttafélags um uppbyggingu íþróttamannvirkja. Væntanlegt laxeldi skoðað niður í kjölinn. Makrílvertíðin gerð upp og sagt frá góðum krafti í síldinni. Nýjum Þór er fagnað og sagt frá blómlegu starfi Tónlistarskólans. Pysjuvertíðin veldur vonbrigðum, lokaúttekt. Ljósmyndari Justin Biebers […]

Meistari Andésar andar-leika á leið í hásætið í brúnni

„Ég er að æfa fótbolta með Leikni í 6. flokki. Mér finnst líka rosalega gaman að fara með pabba mínum á sjóinn einu sinni á ári. Svo finnst mér bara gaman að leika mér með vinum mínum og vera í tölvunni.“ – Hvað langar þig til að gera í framtíðinni? „Mig langar til að vera […]

Dýrmæt stig í baráttuleik

ÍBV hafði betur, 2:1 gegn FH í fyrsta leiknum í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla á Hásteinsvelli í dag.  Hart var barist enda mikið í húfi fyrir bæði lið, FH í fallsæti með 19 stig og ÍBV sæti ofar með 20. Mörk ÍBV skoruðu  Telmo Castanheira og  Eiður Aron Sigurbjörnsson. Með sigrinum er ÍBV […]

Herjólfur – Breyting á áætlun á morgun

Farþegar athugið – Breytt áætlun á morgun fimmtudag 6. október. Herjólfur IV siglir skv. eftirfarandi áætlun á morgun fimmtudag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 14:30, 17:00, 20:15 (Þeir farþegar sem áttu bókað kl. 19:30 eiga bókað í þessa ferð). Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15, 21:15 (Þeir farþegar sem áttu […]

Hönnun íbúðabyggðar við Löngulág

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir áhugasömum fagaðilum til að vinna að hugmyndum fyrir heildar skipulag miðlægrar íbúabyggðar, samfélagsþjónustu og græns svæðis í hjarta Heimaeyjar. Svæðið sem um ræðir er kennt við Malarvöll og Löngulág. Valdir verða umsækjendur til að vinna að hugmynd fyrir heildar nýtingu og skipulag svæðisins. Sú tillaga sem þykir best verður þróuð áfram í […]

Ísfélagið – Líflegt í síldinni á Þórshöfn

Á Þórshöfn á Langanesi rekur Ísfélagið mjög öflugt frystihús þar sem unninn er bolfiskur og uppsjávarfiskur. Frá Þórshöfn er núna stutt á síldarmiðin og röð myndast í landanir. Álsey kláraði að landa 1000 m3 í gær og fór út um 15:00 og tók 360 tonn í fyrsta hali. Heimaey hóf löndun í gærkvöldi á 1050 […]

Kaffi og kleinur í Vísindakaffi í Þekkingarsetrinu

Milli klukkan 16.30 og 19.00 í dag verður opið hús, Vísindakaffi  í Þekkingarsetrinu þar sem bæjarbúum og gestum er boðið að kynna sér fjölbreytta starfsemi sem þar er. Allir velkomnir og margt að skoða. Meðal annars Fablabið hjá Frosta á þriðju hæðinni sem er mikill ævintýraheimur. Fyrirtækin á annarri hæðinni verða opin gestum og gangandi […]

Stærsti sigur ÍBV í efstu deild?

ÍBV komst upp að hlið Fram í annað til þriðja sæti Olísdeildar karla í handknattleik með stórsigri, 43:25, á nýliðum Harðar frá Ísafirði í Vestmannaeyjum í dag. Eftir því sem fram kom í skeleggri lýsingu á ÍBVtv þá leikur sterkur grunur á að um stærsta sigur ÍBV sé að ræða í kappleik í efstu deild […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.