Portúgalskt sólskin virkjað til saltfiskþurrkunar í Grupeixe

Verð á raforku og gasi í Evrópuríkjum hækkar næstum því daglega og er að jafnaði orðið meira en þrefalt á við það sem gerðist áður en styrjöld braust út í Úkraínu. Staða og viðbrögð í Grupeixe, saltfiskframleiðslufyrirtæki Vinnslustöðvarinnar í Portúgal, segir sína sögu. Þar hafa rekstrarútgjöld aukist gríðarlega, segir Nuno Araujo framkvæmdastjóri: „Við bregðumst meðal […]

Tuttugu og fjögurra tíma púl fyrir Pietasamtökin

Í æfingasalnum er hann leiðtogi þegar hann stýrir æfingum, en ekki síður þegar hann stýrir sínum eigin æfingum og áskorunum. Gísli Hjartarson tók á sig mikla líkamlega áskorun um síðustu helgi þar sem hann stundaði æfingar í 24 klukkustundir samfleytt og án hvíldar. Hann skiptist á að æfa á þremur tækjum; vindhjóli, róðravél og skíðavél. […]

Bæjarstjórn einhuga – Vonbrigði í vatnsleiðslumáli

Bæjarstjórn lýsti á fundi sínum á fimmtudaginn yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu ráðherra og ráðuneytisins varðandi ósk Vestmannaeyjabæjar um þátttöku í lagningu nýrrar vatnsleiðslu neðansjávar. „Ný vatnsleiðsla til Eyja er öryggismál og nauðsynlegt að hún verið lögð sem fyrst. Því er borið við í svari ráðuneytisins að ekki megi skapa fordæmi í þessum efnum. Það […]

Góðir gestir frá Eysturkommuna í Færeyjum

Í síðustu viku fékk Vestmannaeyjabær góða gesti frá Eysturkommuna. Í hópnum voru bæjarstjórn, bæjarstjóri og starfsfólk Eysturkommuna. Gestirnir fengu góða kynningu á starfsemi Vestmannaeyjabæjar. Eins fengu gestirnir kynningu á starfsemi nokkurra fyrirtækjum hér í Eyjum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundaði svo með hópnum og var meðal annars kynnti Per Martin bæjarstjóri þau fjölmörgu jarðgöng sem Færeyingar hafa […]

Dagdvölin fékk góða gjöf

Nokkrar góðar Oddfellow konur komu þær færandi hendi og gáfu dagdvöl Vestmannaeyja peningagjöf að verðmæti 100.000kr. Sú gjöf mun koma til með að nýtast dagdvölinni vel og þau afskaplega þakklát fyrir örlætið. (meira…)

Eyjamenn komnir í aðra umferð Evrópubikarsins

ÍBV er komið í aðra umferð umferð Evrópubikars karla í handbolta eftir eins marks sigur á Holon frá Ísrael á heimavelli í dag, 33:32. Fyrri leiknum lauk með 41:35 sigri ÍBV. . Mynd Sigfús Gunnar. (meira…)

Náðu í stig sem skiptir máli

ÍBV og Fram skildu jöfn, 2:2, í 21. um­ferð Bestu deild­ar karla í fót­bolta á Há­steinsvelli í dag. Þegar ein umferð er eftir í deildinni er ÍBV í ní­unda sæti með 20 stig. Guðmund­ur Magnús­son skoraði mörk Fram­ara en Alex Freyr Hilm­ars­son og Telmo Cast­an­heira skoruðu fyrir ÍBV. Leikurinn var fjörugur og átti ÍBV möguleika […]

Mikilvægir leikir hjá körlunum í handbolta og fótbolta

Það er barist á tvennum vígstöðum hjá ÍBV-íþróttafélagi í dag í leikjum sem skipta miklu máli. Á Hásteinsvelli klukkan 14.00 mætir ÍBV Fram í Bestu deild karla í fótbolta og er hann Eyjamönnum mjög  mikilvægur. Sigur í leiknum fer langleiðina með að tryggja ÍBV þrjá heimaleiki í úrslitakeppninni nú þegar einungis tvær umferðir eru eftir […]

Öruggur sigur á Holon frá Ísrael

ÍBV er skrefi nær því að tryggja sér sæti í annarri umferð Evrópubikars karla í handbolta eftir öruggan sigur á Holon frá Ísrael á heimavelli í dag, 41:35. Seinni leikurinn er á morgun í Íþróttamiðstöðinni og hefst klukkan 16.00. Kári Kristján skorar eitt af mörkum sínum í leiknum. Mynd Sigfús Gunnar. (meira…)

Mikilvægur leikur hjá körlunum -Hittingur fyrir leik

ÍBV verður með stuðningsmannahitting á sunnudag í Týsheimilinu fyrir leik liðsins í Bestu Deild karla gegn Frömurum. Hittingurinn verður klukkan 13:00 í Týsheimilinu þar sem Hermann Hreiðarsson mun heilsa upp á mannskapinn og boðið verður upp á gulrótaköku frá Frikka í Eyjabakarí. Með kökunni verður gott að drekka í boði. Leikurinn, sem hefst klukkan 14:00, er […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.