Úrslitakeppnin af stað hjá stelpunum

Úrslitakeppnin hjá ÍBV stelpunum hefst í kvöld þegar liðin í sætum þrjú til sex mætast í útsláttarkeppni um sæti í undanúrslitum gegn liðunum í efstu tveimur sætunum. Andstæðingar ÍBV eru ÍR stelpur sem komu á óvart í vetur og höfnuðu í 5. sæti deildarinnar. ÍR liðið er skipað ungum og öflugum leikmönnum sem hafa staðið […]

Úrslitakeppnin hefst í dag

Deildarkeppninni í handbolta er lokið og við tekur úrslitakeppni hjá bæði karla og kvennaliði ÍBV. Niðurstaða beggja liða í deild var 4. sæti sem í báðum tilfellum verður að teljast viðunandi árangur. Karlaliðið hefur keppni í 8 liða úrslitum í dag þegar strákarnir frá Hauka í heimsókn sem höfnuðu í 5. sæti Olís deildarinnar. Þessi […]

Elmar Erlingsson til Þýskalands

Miðjumaðurinn ungi Elmar Erlingsson hefur samið við þýska félagið HSG Nordhorn sem leikur í næst efstu deild þetta kemur fram í frétt á vef félagsins. Elmar hefur staðist læknisskoðun og verður gjaldgengur með félaginu í haust þegar keppni hefst á ný. Elmar hefur leikið vel fyrir ÍBV í vetur og var á dögunum útnefndur besti […]

Andlát: Ursula Guðmundsson

Ástkær móðir mín, amma, langamma og langalangamma, URSULA GUÐMUNDSSON, Húsmóðir Löngumýri 24, Garðabæ áður Illugagötu 11, Vestmannaeyjum lést miðvikudaginn 20. mars á Landsspítalanum í Fossvogi. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda S. Helena Jónasdóttir – Halldór Almarsson Sonja Margrét Halldórsdóttir – Sverrir Björn Björnsson Anna Lena Halldórsdóttir – […]

Sérstök forgangsröðun fjármuna

Almenn umræða um stöðu loðnuveiða fór fram á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. “Loðnubrestur er orðin staðreynd, sá þriðji á fimm árum með tilheyrandi afleiðingum fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum. Loðnubrestur er högg fyrir bæði uppsjávarsveitarfélög og þjóðarbúið allt. Það er afar sérstök forgangsröðun fjármuna að ríkið skuli ekki setja meira fjármagn í loðnurannsóknir og […]

Íbúafundur í dag

Í dag 10.apríl fer fram íbúafundur um málefni Herjólfs ohf kl. 17:30 í Akóges. Dagskrá: Fundur opnaður: Páll Scheving, stjórnarformaður Herjólfs ohf. Erindi: Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Pallborð: Umræður og fyrirspurnir Jóhann Pétursson stýrir fundinum. (meira…)

Íbúakosning jafngildir að hætta við verkið

Listaverk í tilefni 50 ára gosloka var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Bæjarstjórn vísaði málinu um listaverkið til bæjarráðs í kjölfar tillögu sem kom fram frá fulltrúum D lista þess efnis að málið færi í íbúakosningu að lokinni ítarlegri kynningu á þeim hluta listaverksins sem snýr að inngripi í náttúruna, m.a. […]

Björgun gat ekki mannað dýpkunarskip

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Ríkisstyrktu vetrarflugi til Vestmannaeyja var hætt í lok mars. Samkvæmt Vegagerðinni var ekki fjármagn til að halda því áfram. Bæjarráð og bæjarstjórn hafa ítrekað mikilvægi þess að flugið yrði út apríl þar sem dýpið fyrir Herjólf er ekki fullnægjandi á rifinu og þarf að […]

ÍBV skilað mestu tapi

ÍBV er það lið sem lék í Bestu deild karla í fyrra sem hefur verið rekið með mestu tapi undanfarin tvö ár en alls nemur tap af rekstri knattspyrnudeildar félagsins 67 milljónum króna. Þetta kemur fram í fétt á vef Viðskiptablaðsins. KR, sigursælasta lið landsins, kemur næst á eftir með 55 milljóna tap. Eigið fé […]

Opnað fyrir umsóknir í vinnuskólann

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vinnuskóla Vestmannaeyjabæjar 2024. Foreldrar og/eða forráðamenn ungmenna fæddra 2008, 2009 2010 og 2011 geta sótt um rafrænt hér – Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl. Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar er starfræktur yfir sumarmánuðina, frá júní og fram í ágúst. Allir unglingar í 7., 8., 9., og 10. bekk grunnskólans með heimili í […]