Eyjarnar landa á Djúpavogi

Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu báðir á Djúpavogi í gær. Þeir voru kallaðir inn vegna þess að fisk vantaði til vinnslu hjá Vísi í Grindavík. Heimasíða Síldarvinnslunnar heyrði í skipstjórunum og spurði frétta. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir að túrinn hafi verið þokkalegt juð. „Við fórum út frá Eyjum á fimmtudagskvöld. […]
Ekki þurfti að grípa til skerðinga

Í nótt var tengivirki Landsnets í Rimakoti spennulaust vegna viðhaldsvinnu og var rafmagn til íbúa og atvinnulífs framleitt með varaaflsvélum. Var þetta gert í tengslum við undirbúning fyrir tengingu Landsnets á tveimur nýjum sæstrengjum við dreifikerfi HS Veitna. Að sögn Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur, samskipta og markaðsstjóra HS Veitna gekk vel að keyra dreifikerfið á varaafli […]
Eyjarnar keyrðar á varaafli í nótt

Aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst, frá miðnætti til kl. 08:00, verður tengivirki Landsnets í Rimakoti spennulaust vegna viðhaldsvinnu. Þetta segir í tilkynningu frá Landsneti. Þar segir jafnframt að ef að gera þurfi breytingar í tengivirkinu vegna nýs jarðstrengs milli Hellu og Rimakots og nýrra sæstrengja milli Rimakots og Vestmannaeyja. Eyjarnar verða keyrðar á varaafli á meðan, […]
Toppliðið mætir til Eyja

Í dag hefst 19. umferð Bestu deildar karla þegar fram fara fimm leikir. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Val. Valsmenn á toppi deildarinnar með 37 stig en ÍBV í níunda sæti með 21 stig. Í fyrri leik þessara liða sigraði Valur 3-0. Flautað verður til leiks klukkan 14.00 á Hásteinsvelli í dag. Leikir dagsins: […]
Opinn íbúafundur með innviðaráðherra

Samráðsfundur verður haldinn með íbúum Suðurlands á Selfossi miðvikudaginn 20. ágúst kl. 16:30-18:00 á Hótel Selfossi. Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Fundirnir eru opnir öllum og verða haldnir síðdegis. Boðið verður upp á kaffiveitingar á hverjum stað. Fundurinn er opinn öllum og […]
Óska Kára velfarnaðar og þakka fyrir hans framlag til ÍBV

Aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags sendi í kvöld frá sér stutta tilkynningu vegna máls Kára Kristjáns Kristjánssonar og félagsins. Í yfirlýsingunni segir að ÍBV-íþróttafélag harmi að viðræður við Kára Kristján hafi ekki gengið sem skyldi. „Félagið áréttar að ávallt séu tvær hliðar á öllum málum og tjáir sig ekki frekar um einstök samningsmál. Við óskum Kára velfarnaðar í […]
Þokkalega kátur með veiðiferðina

Vestmannaey VE landaði fullfermi í Eyjum á miðvikudag. Aflinn var mest ýsa ásamt ufsa og þorski, að því er segir í frétt á fréttasíðu Síldarvinnslunnar. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri sagðist vera þokkalega kátur með veiðiferðina. „Haldið var til veiða seinni partinn á sunnudag og byrjað að veiða í Reynisdýpinu. Þar var heldur lítið að hafa […]
Spilar aldrei aftur fyrir ÍBV

Kári Kristján Kristjánsson spilar ekki með ÍBV í Olís-deildinni í vetur og mun aldrei leika aftur í treyju ÍBV. Þetta staðfesti hann í löngu og ítarlegu hlaðvarpsviðtali við Handkastið í gærkvöldi. Í viðtalinu fer hann ítarlega yfir tímalínu samningaviðræðna hans við ÍBV sem hófust í maí og lauk í síðustu viku. Þar segir Kári frá […]
Hugsanlegar rafmagnsskerðingar í Eyjum 19. ágúst

Aðfaranótt þriðjudags 19. ágúst, frá miðnætti til kl. 08:00 að morgni, verður rafmagn til íbúa og atvinnulífs framleitt með varaaflsvélum. Er það í tengslum við undirbúning fyrir tengingu Landsnets á tveimur nýjum sæstrengjum við dreifikerfi HS Veitna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. Þar segir enn fremur að á meðan á þessu standi […]
Sigldi 310 daga í Landeyjahöfn

Samspil nokkurra þátta hafa áhrif á það hvort Herjólfur geti siglt til Landeyjahafnar. Hæð kenniöldu, ölduhæð, vindhraði og dýpi í hafnarmynni geta valdið því að fella þarf niður ferð eða sigla þarf til Þorlákshafnar. Hafnadeild Vegagerðarinnar hefur tekið saman gögn til að greina hvaða þættir hafa áhrif á svokallaðar frátafir eða truflun á siglingum Herjólfs. […]