Jólin 2025 (spegill sálarinnar)

Þar sem ég fer nú daglega, ef ég get, út að labba með hundinn minn, þá tók ég eftir því að sennilega voru u.þ.b. 90% Eyjamanna annaðhvort byrjaðir eða búnir að skreyta húsin sín fyrir lok nóvember og bara gaman að því. Eitt af því sem ég sakna pínulítið er sá gamli góði siður, sem […]

Frændur en engir vinir

DSC_6428_eis_cr

Í milliríkjasamningum þar sem gætt er hagsmuna Íslands, skiptir öllu að vel sé haldið á málum frá upphafi því ef þeir bera það með sér að einn samningsaðilinn geti bætt sinn hlut á samningstímabilinu á kostnað annars er samningurinn vondur frá upphafi. Þannig hefur það verið með samninga við frændur okkar Færeyinga. Ísland er með […]

Viðvaranir í öllum landshlutum

Veðurstofan hefur gefið út  appelsínugular viðvaranir vegna veðurs á eftirtöldum svæðum: Vestfirðir, Norðurland eystra, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Þá hafa verið gefnar út gular viðvaranir vegna veðurs á þessum svæðum: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Suðurland: Talsverð eða mikil rigning (Gult […]

Allar eyjar og sker í Vestmannaeyjum staðfest eignarland bæjarins

default

Nú liggur fyrir skýr og endanleg niðurstaða í mikilvægu eignarhalds­máli Vestmannaeyjabæjar. Staðfest hefur verið að allar eyjar og sker í Vestmannaeyjum, að Surtsey undanskilinni, teljist eignarlönd í skilningi 1. gr. laga nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, sbr. jafnframt a-lið 7. gr. laganna. Eyjar utan strandlína falla undir eignarland Niðurstaðan tekur jafnframt til […]

Uppljómaður kirkjugarður

Kirkjugarður Vestmannaeyja er kominn í jólabúning. Ljósadýrð hvert sem litið er. Halldór B. Halldórsson flaug drónanum yfir garðinn nýverið og má sjá skemmtilegt myndband hans hér að neðan. (meira…)

Vel sótt Jólahvísl í Hvítasunnukirkjunni – myndir

Fullt var út að dyrum á Jólahvísli í Hvítasunnukirkjunni í gærkvöldi þar sem fjölmargir gestir nutu notalegrar kvöldstundar í góðum félagsskap og fallegri tónlist. Aðgangur var ókeypis en boðið upp á frjáls samskot til styrktar jólastyrktarsjóði Landakirkju, sem margir lögðu sitt af mörkum til. Margir og góðir listamenn komu fram á Jólahvísli í ár og […]

Töluvert af ryki í kennslustofum Hamarsskóla

Ábendingar bárust frá starfsfólki í Hamarsskóla til tæknideildar í október um að skoða þyrfti kennslustofur skólans á vesturgangi, á neðri hæð, þar sem starfsfólk þar hefur fundið fyrir óútskýrðum einkennum frá öndunarvegi. Þegar slíkar ábendingar berast varðandi fasteignir sveitarfélagsins er brugðist við um leið í þeim tilgangi að finna út hvað veldur, segir í tilkynningu […]

Framkvæmdir við höfnina í samgönguáætlun

Ný samgönguáætlun innviðaráðherra fyrir árin 2026-2030 gerir ráð fyrir fjárfestingu í innviðum Vestmannaeyja. Framkvæmdir og viðhaldsverkefni ná bæði til hafnar- og flugvallarmannvirkja auk þess reksturs ferjusamgangna. Í áætluninni eru nokkur umfangsmikil verkefni við höfnina í Vestmannaeyjum á tímabilinu.  Hörgaeyrargarður – stytting og dýpkun: Unnið verður að styttingu og dýpkun garðsins árin 2026 og 2027. Verkefnið er hluti af endurbótum […]

Stjörnuleikurinn: Spenna og gleði – myndir

Stjörnuleikur 2025 stóð fyllilega undir nafni og bauð upp á skemmtun eins og stjörnuleikir eiga að gera. Liðin skipuðust okkar besta fólki og því var leikurinn afar jafn og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þrátt fyrir mikla baráttu, nokkur gul spjöld og eitt rautt, ríkti íþróttamannsleg stemning á vellinum. Leiknum lauk með jafntefli, […]

Síldarveisla í Vinnslustöðinni

Hefð er orðin fyrir því að bjóða starfsmönnum, fyrrverandi starfsmönnum og velunnurum Vinnslustöðvarinnar til síldarveislu á aðventunni. Í frétt á vef fyrirtækisins segir að veislan hafi fest sig í sessi sem kærkominn viðburður í aðdraganda jóla og nýtur ár eftir ár mikilla vinsælda. Það eru þau Ingigerður Helgadóttir og Benóný Þórisson sem bera hitann og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.