Lífeyrissjóður Vestmannaeyja fjárfesti í Play fyrir 194 milljónir

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja átti hlut í flugfélaginu Play sem lýst var gjaldþrota í morgun. Kaupverðið var upp á um 194 milljónir króna, að því er segir í svari Hauks Jónssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins til Eyjafrétta.  Áður hafði komið fram að Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hafi átt 34.000.000 hluti í flugfélaginu Fly Play hf., sem nam 1,80% eignarhlut. Sjá einnig: Gjaldþrot […]

Siglt til Landeyjahafnar síðdegis

Herjolfur 2 Cr

Herjólfur stefnir á að sigla til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag skv. eftirfarandi áætlun. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:15, 20:45 , 23:15. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Farþegum er góðfúslega bent á að aldan á að fara hækkandi þegar líða tekur á kvöldið, og eru farþega hvattir […]

Foreldrar gagnrýna skerðingu á kennslustundum fatlaðra barna

GRV_0099_TMS

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, svaraði um helgina fyrir hönd bæjarins spurningum Eyjafrétta um kennslufyrirkomulag í verkdeild Grunnskóla Vestmannaeyja. Þar hefur komið fram að nemendur fá færri kennslustundir en aðalnámskrá gerir ráð fyrir. Bærinn heldur því fram að fatlaðir nemendur í verkdeild ráði illa við lengri skóladag. Af þeirri ástæðu sé kennslumagn takmarkað […]

Kynningafundur í kvöld

Kirkja Safnadarhe

Nú er starfið að hefjast aftur hjá Vinum í bata sem eru á andlegu ferðalagi byggðu á 12 sporunum og deila með sér reynslu, styrk og von í nafnleynd og trúnaði. Notuð er vinnubókin 12 sporin Andlegt ferðalag , vinna í þessari bók hefur reynst hjálpleg til þess að þróa heilbrigt samfélag við Guð, við aðra og […]

Haustið heilsar á Heimaey

Það var heldur betur fallegt veður í Eyjum um helgina. Halldór B. Halldórsson nýtti sér það og setti drónann á loft. Skemmtilegt myndband hans má sjá hér að neðan. (meira…)

Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna veðurs og aðstæðna í höfninni. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni (Landeyjahöfn/Þorlákshöfn). Þeir farþegar sem […]

Herjólfur kominn í heimahöfn

506606095 10230521671879054 3352144788498294628 N

Herjólfur hefur verið fjarverandi síðastliðnar þrjár vikur vegna viðhalds. Skipið kom til Eyja á níunda tímanum í morgun, eftir siglingu frá Hafnarfirði. Halldór B. Halldórsson myndaði skipið þar sem það liggur í botni Friðarhafnar, en dagurinn var nýttur í ýmislegt tilstand eins og til dæmis að gera kojusalinn tilbúinn fyrir veturinn. Ferjan mun fara aftur […]

Unnið að úrbótum fyrir verkdeild

Jon Peturs 19 Cr 2

Í kjölfar umræðu um að nemendur í verkdeild Grunnskóla Vestmannaeyja fái færri kennslustundir en aðalnámskrá gerir ráð fyrir, svarar Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, gagnrýni og ábendingum. Hann segir að frávikin byggist á faglegu mati skólastjórnenda, kennara, sérfræðinga og foreldra, og að unnið sé að því að bæta þjónustuna. Ráða illa við lengri […]

Boltinn í dag

Untitled (1000 x 667 px) (3)

Tveir leikir fara fram hjá meistaraflokksliðum ÍBV í dag. Um er að ræða frestaða leiki sem áttu að spilast í gær. Sá fyrri hefst klukkan 13.00 og er það viðureign Vestra og ÍBV í Bestu deild karla sem fram fer á Ísafirði. Eyjaliðið er með 30 stig í öðru sæti neðri hlutans. Vestri er með […]

Herjólfur að leggja af stað heim eftir slipptöku

Herjolfur 1 1068x712 1 2

Herjólfur leggur senn af stað úr Hafnarfjarðarhöfn eftir þriggja vikna slipp. Fréttin er skrifuð kl. 0.30 og var þá verið að gera klárt til brottfarar. Að sögn​ Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs gekk vinnan í slippnum mjög vel og komist​ var yfir ótrúlega mörg verkefni sem þörfnuðust viðhalds. „Í svona skip​i eru svo ótrúlega mikið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.