Lífeyrissjóður Vestmannaeyja fjárfesti í Play fyrir 194 milljónir

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja átti hlut í flugfélaginu Play sem lýst var gjaldþrota í morgun. Kaupverðið var upp á um 194 milljónir króna, að því er segir í svari Hauks Jónssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins til Eyjafrétta. Áður hafði komið fram að Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hafi átt 34.000.000 hluti í flugfélaginu Fly Play hf., sem nam 1,80% eignarhlut. Sjá einnig: Gjaldþrot […]
Siglt til Landeyjahafnar síðdegis

Herjólfur stefnir á að sigla til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag skv. eftirfarandi áætlun. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:15, 20:45 , 23:15. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Farþegum er góðfúslega bent á að aldan á að fara hækkandi þegar líða tekur á kvöldið, og eru farþega hvattir […]
Foreldrar gagnrýna skerðingu á kennslustundum fatlaðra barna

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, svaraði um helgina fyrir hönd bæjarins spurningum Eyjafrétta um kennslufyrirkomulag í verkdeild Grunnskóla Vestmannaeyja. Þar hefur komið fram að nemendur fá færri kennslustundir en aðalnámskrá gerir ráð fyrir. Bærinn heldur því fram að fatlaðir nemendur í verkdeild ráði illa við lengri skóladag. Af þeirri ástæðu sé kennslumagn takmarkað […]
Kynningafundur í kvöld

Nú er starfið að hefjast aftur hjá Vinum í bata sem eru á andlegu ferðalagi byggðu á 12 sporunum og deila með sér reynslu, styrk og von í nafnleynd og trúnaði. Notuð er vinnubókin 12 sporin Andlegt ferðalag , vinna í þessari bók hefur reynst hjálpleg til þess að þróa heilbrigt samfélag við Guð, við aðra og […]
Haustið heilsar á Heimaey

Það var heldur betur fallegt veður í Eyjum um helgina. Halldór B. Halldórsson nýtti sér það og setti drónann á loft. Skemmtilegt myndband hans má sjá hér að neðan. (meira…)
Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna veðurs og aðstæðna í höfninni. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni (Landeyjahöfn/Þorlákshöfn). Þeir farþegar sem […]
Herjólfur kominn í heimahöfn

Herjólfur hefur verið fjarverandi síðastliðnar þrjár vikur vegna viðhalds. Skipið kom til Eyja á níunda tímanum í morgun, eftir siglingu frá Hafnarfirði. Halldór B. Halldórsson myndaði skipið þar sem það liggur í botni Friðarhafnar, en dagurinn var nýttur í ýmislegt tilstand eins og til dæmis að gera kojusalinn tilbúinn fyrir veturinn. Ferjan mun fara aftur […]
Unnið að úrbótum fyrir verkdeild

Í kjölfar umræðu um að nemendur í verkdeild Grunnskóla Vestmannaeyja fái færri kennslustundir en aðalnámskrá gerir ráð fyrir, svarar Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, gagnrýni og ábendingum. Hann segir að frávikin byggist á faglegu mati skólastjórnenda, kennara, sérfræðinga og foreldra, og að unnið sé að því að bæta þjónustuna. Ráða illa við lengri […]
Boltinn í dag

Tveir leikir fara fram hjá meistaraflokksliðum ÍBV í dag. Um er að ræða frestaða leiki sem áttu að spilast í gær. Sá fyrri hefst klukkan 13.00 og er það viðureign Vestra og ÍBV í Bestu deild karla sem fram fer á Ísafirði. Eyjaliðið er með 30 stig í öðru sæti neðri hlutans. Vestri er með […]
Herjólfur að leggja af stað heim eftir slipptöku

Herjólfur leggur senn af stað úr Hafnarfjarðarhöfn eftir þriggja vikna slipp. Fréttin er skrifuð kl. 0.30 og var þá verið að gera klárt til brottfarar. Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs gekk vinnan í slippnum mjög vel og komist var yfir ótrúlega mörg verkefni sem þörfnuðust viðhalds. „Í svona skipi eru svo ótrúlega mikið […]