Gular viðvaranir víðast hvar

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á eftirtöldum svæðum: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 19.00 á morgun og gildir hún til kl. 6.00 á föstudagsmorgun. Segir í viðvörunarorðum að búist sé við talsverðri eða mikilli […]
HS Veitur fær 107 milljón króna styrk fyrir varmaveitu í Eyjum

HS Veitur hf. hefur fengið 107 milljón króna styrk frá Loftslags- og orkusjóði til að fjármagna uppsetningu á 4 MW varmadælu fyrir varmaveitu Vestmannaeyja. Þessi styrkur mun nýtast til að bæta orkunýtingu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Vestmannaeyjum. Varmadælan, sem er hluti af stærra verkefni til að bæta orkuinnviði svæðisins, mun stuðla að aukinni […]
Eyjarnar landa í Eyjum

Ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni lönduðu allir nú í byrjun vikunnar. Jóhanna Gísladóttir GK landaði í Grindavík á mánudag en í gær lönduðu Gullver NS á Seyðisfirði og Vestmannaey VE og Bergey VE í Vestmannaeyjum. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi stuttlega við skipstjórana og forvitnaðist um gang veiðanna. Einar Ólafur Ágústsson á Jóhönnu Gísladóttur sagði að aflinn hefði verið […]
Andlát: Katrín Lovísa Magnúsdóttir

(meira…)
Herjólfur í áætlun í næstu viku

Farþegaferjan Herjólfur hefur síðustu rúmar tvær vikur verið í slipp í Hafnarfirði. Hefur hefðbundnu viðhaldi verið sinnt og skipið málað að utan og innan. Um sex tonn af málningu „Allt frá því skipið var tekið upp í slipp, mánudaginn 8. september, hefur verið unnið alla daga, myrkranna á milli. Stærsta verkefnið er heilmálun á skipinu, […]
Skipulagsráð telur áhyggjur af hávaða ekki eiga við

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi sem heimilar íbúðir á efri hæðum húsnæðis við Strandveg 89–97. Skipulagsstofnun benti þó á í kjölfarið að umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands hafi verið röng og barst nú ný umsögn þar sem varað er við neikvæðum áhrifum íbúðarbyggðar á svæðinu. Heilbrigðiseftirlitið bendir á að föst búseta á svæðinu geti […]
Lundasumarið 2025

Lundaballið er um næstu helgi og því rétt að gera lundasumarið upp. Reyndar sá ég nokkra lunda í gær og höfnin er full af pysju, þannig að það er spurning hvort ekki hefði verið nær að halda lundaballið aðeins nær jólunum? Annars var lundasumarið að mestu leyti mjög gott, mikið var af lunda í allt […]
Laxey fær nýjan búnað frá Ístækni

Ístækni og Laxey hafa gert samning um smíði á ískömmtunarbúnaði fyrir nýja laxavinnslustöð Laxeyjar. Í tilkynningu segir að búnaðurinn, sem er hannaður og smíðaður af Ístækni, skammti rétt magn af ís í kassa til að viðhalda gæðum vörunnar til kaupenda. „Starfmenn Ístækni hafa unnið við uppsetningu á öllum vinnslubúnaði fyrir Laxey undanfarnar vikur. Þessum viðbótum […]
Bæjarstjórn ræddi framvindu Sköpunarhúss

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja var rætt um framvindu Sköpunarhúss, nýs verkefnis sem miðar að því að efla listsköpun barna og unglinga. Húsið verður staðsett í félagsmiðstöðinni við Strandveg og býður upp á tækifæri í tónlistarsköpun, myndbandagerð og útgáfu tónlistar. Hluti búnaðarins er þegar til staðar, en enn þarf að fjárfesta í tækjum og tryggja […]
VR eykur kraftinn í Eyjum

Þegar félagsfólk Verslunarmannafélags Vestmannaeyja tók þá ákvörðun að sameinast VR snemma á þessari öld var það eitt af skilyrðum sameiningarinnar að áfram yrði rekin skrifstofa á staðnum. Félagið leggur nú áherslu á að efla enn frekar þjónustuna og auðvelda félagsfólki að leita aðstoðar og upplýsinga þegar þörf krefur. Þess vegna auglýsti VR nýverið nýja stöðu […]
