Handbolta- og fótboltaskólar ÍBV fyrir jólahátíðina

ÍBV mun halda bæði handbolta- og fótboltaskóla fyrir börn í Vestmannaeyjum í aðdraganda jólahátíðarinnar. Skólarnir eru ætlaðir grunnskólabörnum og verða haldnir með aðstoð þjálfara og leikmanna félagsins. Handboltaskóli fyrir 3.–6. bekk ÍBV handbolti býður upp á handboltaskóla fyrir nemendur í 3.–6. bekk. Skólinn hefur undanfarin ár verið haldinn í vetrarfríi, en í ár verður hann […]
Tíu fjölskyldur í Eyjum fá matarúttekt

Krónan hefur afhent Landakirkju jólastyrk sem safnað var fyrir í söfnun Krónunnar og viðskiptavina á aðventunni og mun hann nýtast tíu fjölskyldum í Vestmannaeyjum. Með söfnuninni bauðst viðskiptavinum að styrkja hjálparsamtök sem sjá um matarúthlutanir í sínu nærsamfélagi í aðdraganda jóla og jafnaði Krónan þá upphæð á móti. Viðskiptavinir Krónunnar í Vestmannaeyjum, ásamt Krónunni söfnuðu […]
Síldarvertíðinni að ljúka

Síldveiðar úr íslensku sumargotssíldinni hafa gengið þokkalega hjá Ísfélaginu á yfirstandandi vertíð, að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra félagsins. Veiðarnar hófust um 10. nóvember og nú er verið að landa síðasta farminum fyrir jólafrí. Veiðarnar hafa að mestu farið fram vestur af landinu, eða um 80–100 sjómílur vestur af Faxaflóa. Tæp 12 þúsund tonn veidd Ísfélagið […]
Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út?

Nýleg umfjöllun um stöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum, þar sem meðal annars kemur fram að kynjahalli í íþróttastarfi sé hér meiri en annars staðar á landinu, ætti að vekja okkur öll til umhugsunar. Í greininni “Kynjahalli mestur í Eyjum” á Eyjafréttum kemur fram að staða stúlkna í íþróttastarfi hér sé veikari en víða annars staðar á […]
„Æðisleg kósý stund“

Jólahvísl verður haldið í Vestmannaeyjum sunnudaginn 21. desember nk.. Viðburðurinn hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem hluti af aðventunni hjá mörgum Eyjamönnum. Um er að ræða lágstemmdan jólatónleikaviðburð þar sem áhersla er lögð á notalega stemningu, vönduð hljómgæði og boðskap jólanna. Helgi Tórz, einn af aðstandendum Jólahvíslsins, segir hugmyndina á bak við […]
Jólahúsið 2025 er að Búhamri 64

Jólahús Vestmannaeyja árið 2025 er að Búhamri 64. Lionsmenn afhentu viðurkenningu núna áðan, en það er Lionsklúbbur Vestmannaeyja í samstarfi við HS Veitur sem stendur að vali á Jólahúsinu ár hvert. Formaður Lionsklúbbs Vestmannaeyja, Sævar Þórsson, afhenti viðurkenninguna ásamt 30.000 króna inneign hjá HS Veitum til eigenda hússins, hjónanna Bjarna Sigurðssonar og Kristjönu Margrétar Harðardóttur. […]
Nýir raforkustrengir komnir í rekstur

Í dag var stigið stórt skref í raforkusögu Vestmannaeyja þegar Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 voru teknir í rekstur. Fram kemur í tilkynningu frá Landsneti að með tilkomu nýju strengjanna eykst afhendingaröryggi raforku til Vestmannaeyja og sjá nú þrír öflugir sæstrengir Vestmannaeyjum fyrir rafmagni. „Ég vil óska íbúum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum til hamingju með þennan […]
Þakklæti og kveðjur í Ráðhúsinu – ellefu starfsmenn kvaddir

Í vikunni bauð Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, starfsfólki sem látið hefur af störfum á árinu vegna aldurs til samverustundar í Ráðhúsinu. Íris færði þeim lítinn þakklætisvott fyrir framlag þeirra til Vestmannaeyjabæjar og minntist hvers og eins með nokkrum orðum. Margir starfsmannanna höfðu starfað hjá bænum í áratugi og sinnt störfum sínum af alúð og fagmennsku, […]
Bókasafnið í íþróttahúsið – hvað felst í áformunum?

Í umræðu um þriggja ára fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar hefur vakið athygli áform um að færa bókasafn bæjarins í íþróttahúsið. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, segir hugmyndina vera hluta af langtímafjárfestingaáætlun bæjarins og unnið hafi verið að henni í þverpólitískum hópi á vegum bæjarráðs. „Þetta er hluti af vinnu vegna fjárfestinga næstu ára og þess vegna er verkefnið inni […]
Óhapp í áframeldi Laxeyjar

Í gær kom upp atvik í áframeldi Laxeyjar þegar hluti tæknibúnaðar í stöðinni varð óvirkur í stutta stund. Leiddi það til þess að fiskur barst inn í fráveitukerfi. Að sögn Daða Pálssonar framkvæmdarstjóra Laxeyjar, átti atvikið sér stað við venjubundna innri flutninga innan áframeldisins. Umfang óhappsins liggur ekki nákvæmlega fyrir en skjótt hafi verið brugðist […]