Síldarvertíðin hafin hjá Vinnslustöðinni

Gullberg VE kom í gær til Eyja með fyrsta síldarfarm vertíðarinnar, alls um 860 tonn af fallegri Íslandssíld í góðum gæðum. Í samtali við vef Vinnslustöðvarinnar segir Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Gullbergi VE, að byrjunin hafi verið góð og aflinn fínn miðað við árstíma. „Við fengum um átta hundruð og sextíu tonn í þremur […]
Áætla að fjárfesta fyrir milljarð án lántöku

Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2026 var tekin til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, flutti framsögu og sagði stöðu bæjarsjóðs áfram trausta þrátt fyrir áskoranir sem sveitarfélög víða um land glíma við. Gert er ráð fyrir jákvæðri afkomu bæði í A-hluta bæjarsjóðs og samstæðu, og áhersla lögð á áframhaldandi aðhald […]
Fermingarbörn ganga í hús til styrktar vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar

Á morgun, miðvikudaginn 5. nóvember milli kl. 17.30 og 19.00 munu fermingarbörn í Landakirkju ganga í hús og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Hér er um hina árlegu söfnun fermingarbarna að ræða. Fyrir söfnunina hafa fermingarbörnin fengið fræðslu um verkefnið, sem snýst um að safna fyrir vatnsbrunnum í Eþíópíu og Úganda. Það er ágætt að […]
Konunglegt teboð í Sagnheimum – myndir og myndband

Konunglegt teboð var haldið í Sagnheimum á sunnudaginn síðastliðinn sem hluti af fjölbreyttri dagskrá Safnahelgarinnar. Gestir nutu bæði góðrar stemningar og fróðleiks þegar rætt var um líf og störf dönsku konungsfjölskyldunnar. Guðný Ósk Laxdal hélt þar áhugavert erindi um dönsku konungsfjölskylduna. Guðný Ósk heldur úti vinsæla Instagram reikningnum Royal Icelander, þar sem hún deilir fréttum, […]
Dæluskipið fer af stað í kvöld – uppfært

Dæluskipið Álfsnes, sem sér um dýpkun í og við Landeyjahöfn, fer úr slipp klukkan 16 í dag og siglir til Vestmannaeyja í kvöld. Skipið verður þannig tilbúið til starfa seinnipartinn á morgun. Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Eyjafréttir. „Álfsnesið er enn í slipp, en fer niður núna kl. 16:00 í […]
„Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“

Með sölu Þórunnar Sveinsdóttur VE og lokun á Leo Seafood verða mikil vatnaskil í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Nafn skipsins er samofið gifturíkri sjósókn auk þess sem rekstrarsaga útgerðarinnar er afar farsæl. Hagnaður félaganna hefur verið hlutfallslega meiri en annarra sjávarútvegsfyrirtækja sem aftur hefur verið undirstaða nýsmíði skipa, kaupa á aflaheimildum og uppbyggingu fiskvinnslu. Fyrirtækin hafa […]
Félags- og húsnæðismálaráðherra í Eyjaheimsókn

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, heimsótti Vestmannaeyjar á fimmtudaginn síðastliðinn. Markmið ferðarinnar var að ræða fyrirhugaða uppbyggingu hjúkrunarheimilis og kynna sér starfsemi helstu stofnana í málaflokki ráðherrans. Bæjarráð tók á móti Ingu í ráðhúsinu, þar sem rætt var um áform um nýtt hjúkrunarheimili við sjúkrahúsið. Lögð var áhersla á að framtíðarlausnin yrði hluti af heildstæðri […]
Gæti breytt efnahagslegu landslagi Eyjanna

Bæjarráð Vestmannaeyja leggur til að ný greinargerð um framtíðarsýn í innviðauppbyggingu verði nýtt sem stefnumótandi grundvöllur fyrir fjárfestingaráætlanir sveitarfélagsins. Skýrslan, sem unnin er af Jóhanni Halldórssyni fyrir framkvæmda- og hafnarráð, dregur upp mynd af stórtækum tækifærum sem gætu skapast með byggingu stórskipakants á Eiði. Möguleg lyftistöng fyrir atvinnulíf og íbúa Í greinargerðinni, sem kynnt var […]
Eliza Reid í Sagnheimum

Safnahelginni í Vestmannaeyjum lauk í dag með áhugaverðri bókakynningu í Sagnheimum. Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú og nú slunginn spennusagnahöfundur brá þar upp listilegri fléttu af afleiðingum þess að verða veðurtepptur í Vestmannaeyjum. Halldór B. Halldórsson tók frásögnina upp og má hlýða á hana hér að neðan. Nánar verður fjallað um bókakynninguna á morgun hér á […]
Óvissa með siglingar Herjólfs vegna grynninga í Landeyjahöfn

Nýjustu dýptarmælingar sem gerðar voru í morgun í Landeyjahöfn sýna að dýpið er enn ófullnægjandi til reglulegra siglinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þrátt fyrir það stefnir Herjólfur á að sigla eina ferð til Landeyjahafnar fyrir hádegi á morgun, mánudag. Farið verður frá Vestmannaeyjum klukkan 07:00, og frá Landeyjahöfn klukkan 12:00. Ferðin […]