Eimskip og handknattleiksdeild ÍBV í samstarf

Eimskip og handknattleiksdeild ÍBV hafa undirritað samstarfssamning um að Eimskip verði aðalstyrktaraðili ÍBV næstu tvö keppnistímabil. Frá þessu er greint í tilkynningu á vefsíðu íþróttafélagsins. Sigursveinn Þórðarson, svæðisstjóri Eimskips í Vestmannaeyjum, undirritaði samninginn fyrir hönd fyrirtækisins og sagði við þetta tilefni: „Íþróttalífið í Vestmannaeyjum hefur alla tíð verið metnaðarfullt og haft mikið forvarnargildi fyrir samfélagið […]
Andlát: Borgþór Yngvason

(meira…)
Með 78 milljóna vinning

Kona á sextugsaldri var ein með allar tölurnar réttar um síðustu helgi og fékk fyrir vikið óskiptan fimmfaldan lottópott upp á rúmar 78 milljónir króna sem er einn stærsti lottóvinningur síðustu vikna. Í samtali við starfsfólk Íslenskrar getspár kom í ljós áhugaverð saga á bak við valið á vinningstölunum. Konan, sem er bæði mamma og […]
Fulltrúar Byggðastofnunar komu færandi hendi

Starfsfólk og stjórnarmenn Byggðastofnunar voru á ferð í Eyjum ásamt Bjarna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra SASS. Greint er frá heimsókninni á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar segir að þau hafi komið í heimsókn í Ráðhúsið og kynntu þau Byggðastofnun og verkefni hennar sem eru margvísleg, áhugaverð og þörf. Heimasíða stofnunarinnar er öflug og þar eru mælaborð með ýmiss konar […]
„Allir í skýjunum með daginn“

Í gær buðu Hollvinasamtök Hraunbúða heimilisfólkinu á Hraunbúðum á Tangann í kaffi, heitt súkkulaði, köku og svo í bíltúr um fallegu eyjuna okkar. Sagt er frá þessu á facebook-síðu samtakana. Þar segir jafnframt að þau hafi fengið blíðskaparveður og allir í skýjunum með daginn. „Við viljum þakka styrktaraðilum okkar fyrir að hjálpa okkur að gleðja […]
Ert þú tilbúin í magnaða matarupplifun?

Það gleður okkur að tilkynna að hin ótrúlega hæfileikaríka matreiðslukona Renata Zalles mun ganga til liðs við okkur í ár á Matey á veitingastaðnum Einsa kalda! Renata sem kemur upprunalega frá Bólivíu er með alþjóðlega reynslu og er hugsjónamaðurinn á bak við veitingastaðinn STUFFED í Kaupmannahöfn sem opnar í október á þessu ári. Þetta kemur […]
Toppslagur í Keflavík

Tuttugasta umferð Lengjudeildar karla hófst í gærkvöldi með jafnteflisleik Grindavíkur og Þróttar R. Í dag eru svo tveir leikir. Í fyrri leik dagsins tekur Keflavík á móti ÍBV. Liðin eru bæði í toppbaráttu. ÍBV á toppnum með 35 stig en Keflvíkingar eru í fjórða sæti 4 stigum á eftir Eyjaliðinu. Bæði þessi lið töpuðu leikjum […]
Um Heimaey með Halldóri

Í dag förum við á rúntinn með Halldóri B. Halldórssyni um Heimaey. Að venju fer hann með okkur víða um Eyjuna fögru. Njótið! (meira…)
Vinnslan fer vel af stað hjá VSV

Nú er landvinnsla í botnfiski komin af stað aftur eftir sumarstopp hjá Vinnslustöðinni, Leo Seafood og í Hólmaskeri í Hafnarfirði. Vinnslan hefur farið vel af stað og ágætlega hefur gengið að halda uppi vinnslu. Breki, Þórunn Sveinsdóttir og Drangavík voru að veiðum í vikunni, en Kap fer af stað seinni hluta september. Mest áhersla hefur […]
Mest þorskur og ýsa

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í Neskaupstað á sunnudaginn og héldu strax til veiða að löndun lokinni. Siglt var beinustu leið á Breiðdalsgrunn og þar fiskaðist vel. Bæði skip lönduðu síðan fullfermi í Vestmannaeyjum í gær en aflinn var mest þorskur og ýsa. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi var sáttur við veiðiferðina. „Þetta […]