Eimskip og handknattleiksdeild ÍBV í samstarf

Eimskip Ibv Ibvsp

Eimskip og handknattleiksdeild ÍBV hafa undirritað samstarfssamning um að Eimskip verði aðalstyrktaraðili ÍBV næstu tvö keppnistímabil. Frá þessu er greint í tilkynningu á vefsíðu íþróttafélagsins. Sigursveinn Þórðarson, svæðisstjóri Eimskips í Vestmannaeyjum, undirritaði samninginn fyrir hönd fyrirtækisins og sagði við þetta tilefni: „Íþróttalífið í Vestmannaeyjum hefur alla tíð verið metnaðarfullt og haft mikið forvarnargildi fyrir samfélagið […]

Með 78 milljóna vinning

lotto_logo

Kona á sextugsaldri var ein með allar tölurnar réttar um síðustu helgi og fékk fyrir vikið óskiptan fimmfaldan lottópott upp á rúmar 78 milljónir króna sem er einn stærsti lottóvinningur síðustu vikna. Í samtali við starfsfólk Íslenskrar getspár kom í ljós áhugaverð saga á bak við valið á vinningstölunum. Konan, sem er bæði mamma og […]

Fulltrúar Byggðastofnunar komu færandi hendi

Byggdast I Heimsokn Vestm Is C

Starfsfólk og stjórnarmenn Byggðastofnunar voru á ferð í Eyjum ásamt Bjarna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra SASS. Greint er frá heimsókninni á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar segir að þau hafi komið í heimsókn í Ráðhúsið og kynntu þau Byggðastofnun og verkefni hennar sem eru margvísleg, áhugaverð og þörf. Heimasíða stofnunarinnar er öflug og þar eru mælaborð með ýmiss konar […]

„Allir í skýjunum með daginn“

Hollvinasamt Hraunb 24 Fb

Í gær buðu Hollvinasamtök Hraunbúða heimilisfólkinu á Hraunbúðum á Tangann í kaffi, heitt súkkulaði, köku og svo í bíltúr um fallegu eyjuna okkar. Sagt er frá þessu á facebook-síðu samtakana. Þar segir jafnframt að þau hafi fengið blíðskaparveður og allir í skýjunum með daginn. „Við viljum þakka styrktaraðilum okkar fyrir að hjálpa okkur að gleðja […]

Ert þú tilbúin í magnaða matarupplifun?

Það gleður okkur að tilkynna að hin ótrúlega hæfileikaríka matreiðslukona Renata Zalles mun ganga til liðs við okkur í ár á Matey á veitingastaðnum Einsa kalda!  Renata sem kemur upprunalega frá Bólivíu er með alþjóðlega reynslu og er hugsjónamaðurinn á bak við veitingastaðinn STUFFED í Kaupmannahöfn sem opnar  í október á þessu ári. Þetta kemur […]

Toppslagur í Keflavík

Eyja ÍBV ÍR 3L2A5647

Tuttugasta umferð Lengjudeildar karla hófst í gærkvöldi með jafnteflisleik Grindavíkur og Þróttar R. Í dag eru svo tveir leikir. Í fyrri leik dagsins tekur Keflavík á móti ÍBV.  Liðin eru bæði í toppbaráttu. ÍBV á toppnum með 35 stig en Keflvíkingar eru í fjórða sæti 4 stigum á eftir Eyjaliðinu. Bæði þessi lið töpuðu leikjum […]

Um Heimaey með Halldóri

Hbh Skjask 290824 L

Í dag förum við á rúntinn með Halldóri B. Halldórssyni um Heimaey. Að venju fer hann með okkur víða um Eyjuna fögru. Njótið! (meira…)

Vinnslan fer vel af stað hjá VSV

IMG 5893

Nú er landvinnsla í botnfiski komin af stað aftur eftir sumarstopp hjá Vinnslustöðinni, Leo Seafood og í Hólmaskeri í Hafnarfirði. Vinnslan hefur farið vel af stað og ágætlega hefur gengið að halda uppi vinnslu. Breki, Þórunn Sveinsdóttir og Drangavík voru að veiðum í vikunni, en Kap fer af stað seinni hluta september. Mest áhersla hefur […]

Mest þorskur og ýsa

londun_eyjarnar

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í Neskaupstað á sunnudaginn og héldu strax til veiða að löndun lokinni. Siglt var beinustu leið á Breiðdalsgrunn og þar fiskaðist vel. Bæði skip lönduðu síðan fullfermi í Vestmannaeyjum í gær en aflinn var mest þorskur og ýsa. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi var sáttur við veiðiferðina. „Þetta […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.