HSU í Eyjum fær fjármagn fyrir varaaflsstöð

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að úthluta heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni samtals 77 milljónum króna til endurnýjunar á tækjabúnaði. Ráðstöfun fjárins byggist á forgangsröðun í samræmi við brýnustu þarfir stofnananna. Víða er uppsöfnuð innviðaskuld sem mikilvægt er að mæta til að efla viðbragðsgetu stofnananna, tryggja gæði þjónustu og öryggi sjúklinga, bæta greiningar- og meðferðargetu og stuðla að hagkvæmari […]

Forsetahjónin í heimsókn til Eyja

Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason munu koma í sína fyrstu opinberu heimsókn til Vestmannaeyja dagana 8. og 9. janúar nk.. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bæjaryfirvalda. Í heimsókninni munu þau fara víða um Vestmannaeyjar og kynna sér blómlegt og ört vaxandi samfélag Eyjamanna, auk þess sem þau munu eiga fund með bæjarstjórn. […]

Gul viðvörun sunnanlands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi og Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í kvöld kl. 22:00 og gildir til kl. 21:00 á morgun, fimmtudag. Í viðvörunartexta segir: Norðaustan 13-20 m/s og snjókoma undir Eyjafjöllum. Búast má við éljagangi og skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar […]

„Aldrei gert ráð fyrir svona mikilli hækkun í einu“

Eyjafréttir hafa undanfarna daga fjallað um áhrif nýrrar orkuverðskrár í Vestmannaeyjum og birt m.a. fréttaskýringu þar sem rýnt var í skjöl sem liggja að baki lagningu nýrra raforkustrengja til Eyja. Í kjölfarið leituðu Eyjafréttir svara hjá Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja, um forsendur verkefnisins og hvort þær hafi verið nægilega skýrar. Afhendingaröryggi var algjört forgangsmál Að […]

Fyrsta Aglow samvera ársins í kvöld

Stjórn Aglow þakkar samveruna á liðnu ári og við lítum með eftir væntingu til  ársins 2026. Fyrsta Aglow samvera ársins  verður í kvöld  7. janúar kl. 19.30 í safnaðarheimili Landakirkju.  Við byrjum samveruna með hressingu  og við fáum tækifæri til að ræða  um ýmsar breytingar í lífinu og er gott við áramót að fara yfir […]

Orkuskipti á pappír en olía í raun

Það er sérstakt að fylgjast með viðbrögðum bæjarstjórnar Vestmannaeyja, sérstaklega bæjarstjórans, við þeirri stöðu sem hún sjálf skapaði. Nú er látið eins og orkukostnaðarhækkunin hafi dottið af himnum ofan, eins og enginn hafi séð þetta fyrir. Það stenst einfaldlega ekki. Í öllum helstu undirbúningsgögnum vegna nýrra raforkustrengja til Eyja kemur skýrt fram að framkvæmdin átti […]

Þrettándinn í dag

Í dag 6. janúar er þrettándinn en nafn dagsins er stytting úr þrettándi dagur jóla og almennt kallaður síðasti dagur jóla. Þrettándagleði ÍBV verður hins vegar haldin næstkomandi föstudag og þá kveðja Eyjamenn formlega jólin. Halldór B. Halldórsson setti drónann á loft í blíðunni í dag og myndaði Vestmannaeyjar. Myndbandið má sjá hér að neðan. […]

Undirbúa frumvarp um áframhaldandi ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán

Unnið er að lagafrumvarpi sem tryggir almenningi áframhaldandi heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í samanlagt tíu ár. Þetta er í samræmi við áform sem kynnt voru í fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar í október sl. Í kynningunni kom fram að stefnt væri að því að gera heimildina varanlega og fyrirsjáanlega, en undanfarin ár hefur hún verið […]

Grímuball Eyverja – verðlaun, gleði og glaðningur

DSC_0813

Hið árlega grímuball Eyverja verður haldið með hefðbundnum hætti á þrettándanum, 9. janúar, í Höllinni kl. 14. Miðaverð er 500 krónur. Jólasveinar mæta á svæðið og gleðja börnin með glaðningi. Veitt verða verðlaun fyrir flotta búninga og líflega framkomu, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. (meira…)

Stefnt að fullri áætlun til Landeyjahafnar frá og með morgundeginum

Hebbi_sjo_IMG_4978

Herjólfur stefnir á að sigla fulla áætlun til Landeyjahafnar frá og með morgundeginum, að því er segir í tilkynningu frá skipafélaginu. Samkvæmt tilkynningunni verður siglt samkvæmt eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjar: 07:00 – 09:30 – 12:00 – 14:30 – 17:00 – 19:30 – 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn: 08:15 – 10:45 – 13:15 – 15:45 – […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.