Samfylking og Sjálfstæðisflokkur stærst í Suðurkjördæmi

Nýverið birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Helsta breyting milli mælinga er að fylgi Framsóknarflokksins eykst um rúmt prósentustig og nær 6% kysu flokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0,2-1,1 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar. Slétt 34% kysu Samfylkinguna, rösklega 19%. Sjálfstæðisflokkinn, tæplega 13% […]
Samstarf um fjölþætta heilsueflingu framlengt

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Janus Guðlaugsson, forsvarsmaður Janusar heilsueflingar, hafa undirritað nýjan samstarfssamning um verkefnið Fjölþætt heilsuefling 60+ í Vestmannaeyjum – Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa. Samstarfið, sem hófst árið 2019, hefur skilað afar góðum árangri og mikilli ánægju meðal þátttakenda. Með nýja samningnum er verkefnið nú opið fyrir íbúa 60 ára og eldri en áður […]
Gul viðvörun: Vestanstormur

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Suðurland, Faxaflóa og Suðausturland. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, miðvikudag kl. 14:00 og gildir hún til kl. 23:00. Í viðvörunarorðum segir: Vestan 15-23 m/s, hvassast syðst með vindhviður að 30-35 m/s við fjöll. Varasöm akstursskilyrði fyrir ökutæki, sem viðkvæm eru fyrir vindum. Suðurland Vestan 3-8 […]
Vigtartorg: Svið og skjálausn í skoðun

Enn á eftir að ljúka framkvæmdum á Vigtartorg. Eftir á að klára svið og skjálausn sem mun nýtast fyrir viðburði og gesti á torginu. Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja var lögð fram tillaga frá E- og H-listum þar sem lagt er til að ljúka framkvæmdum og fela framkvæmdastjóra að skoða útfærslu og kostnað, til að leggja […]
Bókunarstaða skemmtiferðaskipa á Íslandi

Við lok heimsfaraldar hélt jákvæð þróun í fjölgun komu skemmtiferðaskipa til Íslands áfram eftir tveggja ára hlé. Toppi var náð árið 2024, þegar hafnir Íslands þjónustuðu tæplega 100 skip í samtals 1.209 skipakomum sem skiptust þannig að 21,4% af komunum voru í Reykjavík en 78,6% á landsbyggðinni. Þótt ljóst sé að ekki er svipuðum tölum […]
Andlát: Gunnar Marel Tryggvason

(meira…)
VSV býður á ball

Árshátíð Vinnslustöðvarinnar fer fram í Höllinni næstkomandi laugardag. Venju samkvæmt endar árshátíðin með dansleik þar sem Gosar, Jónsi, Dagur og Una halda uppi stuðinu. Vinnslustöðin býður öllum bæjarbúum og gestum í Vestmannaeyjum á ballið. Á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar segir að undirbúningur fyrir árshátíðina gangi vel. Helena Björk Þorsteinsdóttir, sem hefur veg og vanda að skipulagningu hátíðarinnar, […]
Safnahelgi í Eyjum: Takið helgina frá !

Það verður fjölbreytt dagskrá að vanda um safnahelgina sem haldin verður 30. október til 2. nóvember. Pàlmi Sigurhjartarson píanóleikari og Stefanía Svavarsdòttir söngkona hafa á undanförnum árum sem dúó leikið og sungið sig inn í hjarta þjóðarinnar með yfirgrips mikla þekkingu á helstu stílum dægurtónlistar og túlkun í hæsta gæðaflokki. Nú mæta þau í fyrsta […]
Bikarslagur í kvöld

ÍBV og Afturelding mætast í 16-liða úrslitum Powerade bikarsins í kvöld. Leikið er í Mosfellsbæ. Ef staða þessara liða er skoðuð í deildinni má búast við hörkuleik í kvöld. Afturelding á toppi deildarinnar með fullt hús stiga að afloknum fimm umferðum. ÍBV er í þriðja sætinu með 6 stig. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og verður […]
Kostnaður við Hásteinsvöll kominn í 267 milljónir

Framkvæmdir við Hásteinsvöll hófust á árinu en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir fjármagni til verksins á árinu 2024. Þar sem framkvæmdirnar töfðust voru fjárheimildir síðasta árs ekki nýttar. Samkvæmt útboðum er heildarkostnaður við verkið áætlaður um 267 milljónir króna, en allur kostnaðurinn fellur á árið 2025. Af þeim sökum þurfti framkvæmda- og hafnarráð að […]