Breytingin liður í því að bæta þjónustu við íbúa

Breytingar eru framundan hjá World Class í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Frá og með mánudeginum næstkomandi verður opnað klukkan 06:15 á morgnana og jafnframt hefjast framkvæmdir við verulega stækkun á núverandi æfingasal. Frá og með mánudeginum 24. nóvember mun World Class opna kl. 06:15. Breytingin er liður í því að bæta þjónustu við íbúa og koma enn […]
Rúnar Gauti raðar inn titlum

Rúnar Gauti Gunnarsson stóð uppi sem sigurvegari í shoot-out móti í snóker sem Pílu- og Snókerfélag Vestmannaeyja hélt í samstarfi við Klett síðastliðið fimmtudagskvöld. Rúnar Gauti tapaði ekki leik í mótinu og lagði Jón Óskar Þórhallsson í úrslitaleik. Friðrik Már Sigurðsson endaði svo í þriðja sæti. Shoot-out er hraðara afbrigði af hefðbundnum snókerleik þar sem […]
Eyjarnar landa í Neskaupstað

Að undanförnu hafa togarar Síldarvinnslusamstæðunnar verið að veiðum á Austfjarðamiðum. Jóhanna Gísladóttir GK landaði fullfermi í Grindavík í gær og Gullver NS landaði þá á Seyðisfirði. Vestmannaeyjaskipin Vestmannaey og Bergey eru síðan að landa í Neskaupstað í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Einar Ólafur Ágústsson, skipstjóri á Jóhönnu Gísladóttur, sagði að veiðiferðin hefði […]
Heimaey í loftið – myndir frá forsýningu

Fyrsti þáttur spennuþáttaraðarinnar Heimaey er kominn inn í veituna hjá Sjónvarpi Símans. Í gærkvöldi fór fram sérstök forsýning í Vestmannaeyjum, þar sem gestir fengu að sjá fyrsta þáttinn. Óhætt er að segja að þáttaröðin lofi góðu. „Vestmannaeyingar tóku okkur ótrúlega vel“ Leikstjórinn Arnór Pálmi Arnarson lýsir því að dvölin og tökurnar í Eyjum hafi haft […]
Ljósaganga á Eldfell í þágu Krabbavarnar

Krabbavörn Vestmannaeyja stendur fyrir hinni árlegu ljósagöngu á Eldfell í dag klukkan 18:00. Markmið göngunnar er að sýna samstöðu með þeim sem greinst hafa með krabbamein, heiðra batahetjur og minnast þeirra sem hafa látist af völdum sjúkdómsins. Gengið verður upp Eldfell og er þátttakendum boðið að mynda ljósaröð upp fjallið með höfuðljósum, vasaljósum eða ljósum […]
Stefna á að klára 9.000 tonn fyrir jól

Eyþór Harðarson, útgerðastjóri Ísfélagsins, segir síldveiðar félagsins hafa farið vel af stað á þessu hausti. „Við byrjuðum í síðustu viku á síldveiðum úr íslenska stofninum. Okkar heimildir eru um 13.700 tonn, en við vorum búnir að taka ca. 2.700 tonn fyrir austan í bland við veiðar úr norsk-íslenska stofninum,“ segir hann. Aðspurður um hvað Ísfélagið […]
ÍBV fær færeyskan markvörð

Færeyski knattspyrnumaðurinn Ari Petersen hefur gengið til liðs við ÍBV á eins árs lánssamningi frá færeyska félaginu KÍ Klaksvík. Í frétt á vefsíðu ÍBV segir að Ari sé 22 ára markvörður sem lék alla leikina fyrir færeyska U21 árs landsliðið í síðustu undankeppni. Þar segir jafnframt að Ari hafi leikið fyrir færeyska efstu deildarliðið 07 […]
Malbikað í dag

Malbikunarvinnu miðar áfram í Vestmannaeyjum og segir Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar í samtali við Eyjafréttir að unnið verði að verkinu í dag. Að sögn Brynjars er áformað að malbika bílastæðið við Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, Hvítingaveg, portið hjá Vinnslustöðinni og á Kirkjuvegi eftir framkvæmdir HS Veitna. „Þeir stefna á að taka daginn í dag […]
Lögreglan í Eyjum rannsakar mál tengt svokölluðum „764“ hópi

Barnaverndarþjónusta Vestmannaeyja og lögreglan í Vestmannaeyjum sendu í dag frá sér aðvörun til foreldra vegna starfsemi svokallaðra „764“ ofbeldishópa. Tilefnið er mál sem kom nýverið upp í Eyjum þar sem ungmenni var með efni tengt hópnum í síma sínum. Í tilkynningunni segir að hóparnir nýti börn í annarlegum tilgangi, meðal annars til að hvetja þau […]
Þrjár sveitir frá TV á Íslandsmóti skákfélaga

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2025–2026 fór fram í Rimaskóla í Reykjavík dagana 13.–16. nóvember sl.. Seinni hlutinn verður haldinn 5.–8. mars 2026. Teflt er í fimm flokkum: Úrvalsdeild með sex átta manna sveitum og síðan í 1., 2., 3. og 4. deild, þar sem samtals 48 sex manna sveitir keppa, þar af 24 í fjórðu […]