Meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarráði neitaði ósk Orlofsnefndar húsmæðra í Vestmannaeyjum um að Vestmannaeyjabær greiði samkvæmt lögum til orlofsnefndar vegna ársins 2016. Einnig er óskað eftir svari hvort sveitarfélagið hyggist greiða styrkinn vegna ársins 2017.
Meirihlutinn vísaði til 1. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla hljóðar svo: �??Markmið laga þessara er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins.�??
Minnt var á að í kjölfar fyrirspurnar Vestmannaeyjabæjar árið 2007 svaraði Jafnréttisstofa því til að hún teldi líkur á að lög um orlof húsmæðra teljist brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Stofan áréttaði þó jafnframt að það sé Alþingis að afnema hin umræddu lög.
Bæjarráð minnti einnig á að á fundi bæjarstjórnar kvenréttindadaginn 19. júní 2008 samþykkti bæjarstjórn ályktun þess efnis að skorað yrði á Alþingi að afnema lög um orlof húsmæðra.
�??Bæjarráð Vestmannaeyja er eins og bæjarstjórn einbeitt í vilja sínum að hafa jafnrétti að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Með ofangreint að leiðarljósi staðfestir bæjarráð að ekki verði greitt út fjármagn til húsmæðraorlofs árið 2016,�?? segir í bókun meirihlutans en Stefán �?skar Jónasson, oddviti Eyjalistans lét bóka að hann sé hlynntur því að Orlofsnefnd húsmæðra í Vestmannaeyjum fá styrkinn og gert verði ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun 2017.