Eins og komið hefur fram sigldi Herjólfur ekki klukkan 10:30 í morgun eins og áætlun gerir ráð fyrir vegna ölduhreyfinga og óhagstæðrar sjávarstöðu. Talsverð óánægja hefur verið með upplýsingagjöf til farþega en Elliði Vignisson, bæjarstjóri segist hafa komið á framfæri þeirri óánægju til viðkomandi aðila. „Já ég hef fyrir nokkru farið fram á úrbætur og veit til þess að það er verið að vinna að þeim. Mér finnst það hinsvegar hafa tekið of langan tíma.“