Ef kvótaskerðing stjórnvalda Hafrannsóknastofnunar gengur eftir í þrjú ár eins og ætlað er a.m.k. þá nemur skerðing tekna og efnahagsleg áhrif um 10 milljörðum króna aðeins í Vestmannaeyjum, þessari stærstu verstöð landsbyggðarinnar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja brást skjótt við og lét vinna mjög faglega úttekt á áhrifum skerðingarinnar og bauð síðan upp á viðræður við stjórnvöld til þess að flýta því að gripið yrði til mótvægisaðgerða og óvissa lágmörkuð. Bæjarstjórnin sendi mjög greinargóðar tillögur og hugmyndir til að vinna úr í slíkum viðræðum og þær voru síður en svo kröfuharðar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst