Bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur ríkisstjórn Íslands til að láta af áætlunum um afnám sjómannaafsláttar. Bæjarstjórnin bendir á í ályktun sinni sem samþykkt var í gær á bæjarstjórnarfundi, að sjómannaafsláttur sé viðtekin venja í nágrannalöndum Íslendinga og að hann sé m.a. tíu sinnum hærri í Noregi. Sjómenn stundi erfiða vinnu, fjarri fjölskyldum og eru því ekki hluti af samneyslu landsmanna, heldur undirstaða hagkerfi landsins. Ályktunina má lesa í heild hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst