Bændaglímunni í golfi, sem fram átti að fara á golfvellinum í Vestmannaeyjum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna veðurs. Karlalið ÍBV í handbolta og fótbolta spila bæði í dag á útivelli en bæði liðin er komin í höfuðborgina og fara því báðir leikirnir fram. Klukkan tólf á hádegi var vindhraðinn kominn í 22 metra á sekúndu en spáð er stormi á suðurlandi í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst