Ingimar Georgsson og hans fólk í versluninni Vöruval hafa skellt upp alvöru bændamarkaði gegn versluninni við Vesturveg. Á bændamarkaði Vöruvals er hægt að finna eitt og annað, t.d. ferskt grænmeti beint frá býli, kjöt beint frá býli, heimilistæki og síðast en ekki síst ýmislegt skemmtilegt og nytsamlegt í Dalinn. �?ær Inga Sigurbjörg Árnadóttir og Arndís Bára Ingimarsdóttir tóku vel á móti blaðamanni í blíðunni í dag, klæddar í viðeigandi jakka enda margar vörurnar alíslenskar, eins og þær sjálfar reyndar.