Fyrirtæki eins og Sparisjóður Vestmannaeyja hefur komið myndarlega að verkefninu og tekið þátt í að fjármagna starfsemi þess á fyrstu metrunum. Nú þegar eru tveir starfsmenn í fullu starfi við þetta verkefni og líkur fyrir frekari fjölgun starfsmanna með auknum umsvifum þess. �?á kom einnig fram að umsókn Vestmannaeyjabæjar og Kára Bjarnasonar um styrk af fjárlögum hafi verið vel tekið og úthlutað hafi verið kr. 5.000.000 af fjárlögum árið 2007. Vonir standa til að á komandi ári nái þetta verkefni að eflast og dafna enn frekar.
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og samþykkir að styrkja verkefnið um 700.000 á yfirstandandi ári.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst