Tryggvi Már svarar að mestu leyti spurningum Magnúsar um dælingu peninga Bæjarins inn í ÍBV. Ef við tökum bara þá aðstöðu sem knattspyrnan býr við í dag utanhúss þá var það ekki Bærinn sem byggði þá aðstöðu heldur sjálfboðaliðar Knattspyrnufélagsins Týs og Íþróttafélagsins Þórs. Ég er handviss um að ef þessi félög hefðu ekki gert þetta hefðum við ekki þessa aðstöðu í dag og við værum ekki með Shell- og Pæjumót á þeim standard sem við getum gert í dag.