Miðvikudaginn 21. apríl næstkomandi mun ein vinsælasta hljómsveit Íslands í dag, Dikta halda tónleika í Höllinni. Forsala miða á tónleikana gekk vel en nú hefur verið bætt við fleiri miðum í forsölu. Hægt verður að nálgast miðana í Höllinni á morgun, þriðjudaginn 20. apríl milli 13 og 15. Athugið að um takmarkað magn er að ræða.