Staðan á Bakkafjöru ævintýrinu er núna þannig að þrátt fyrir yfirlýsingar bæjarstjórnarinnar um að höfnin yrði fyrst og fremst ferjuhöfn, fargjaldið yrði verulega lækkað (500 kr ) og 8 ferðir á dag. Þá er staðan svona : Í viðtali við yfirumsjónarmanns hafnargerðarinnar í Fréttum nýlega kemur fram að nú þegar er hafin undirbúningur fyrir smábátaaðstöðu. Vegagerðin hefur þegar hafnað tillögu bæjarráðs um fargjald að upphæð 1000 kr og núna er aðeins talað um 4 ferðir á dag. Niðurstaðan er því þessi: Ferðirnar verða vissulega fleiri en það mun að öllum líkindum verða helmingi dýrara að komast til og frá höfuðborgarsvæðinu (þangað sem flestir eru að fara ) og vísir að löndunarhöfn sem mun keppa við Vestmannaeyjahöfn er nú þegar í kortunum.