Vegna leiks ÍBV og KR á sunnudaginn siglir Baldur þrjár aukaferðir milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja sunnudaginn 18.september. Það verður bætt við tveimur ferðum frá Vestmannaeyjum, kl.14.30 og 23:00, og einni frá Landeyjahöfn kl.16.00. Sala í þessar ferðir var opnuð nú i morgunsárið.