„Bara eins og ef Vestmannaeyingur myndi skrópa á Þjóðhátíð“
Untitled (1000 x 667 px) (2)
Andrés Ingi Jónsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármálaráðherra. Samsett mynd.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata kvaddi sér hlóðs undir liðinum um fundarstjórn forseta á þingfundi í dag. Ræddi hann þar aðkomu stjórnvalda að kauptilboði Landsbankans í TM. Í ræðu Andrésar tók hann samlíkingardæmi frá Eyjum.

„Hvaða þingmaður Vestmannaeyja myndi reikna með að fá endurkjör eftir slíkt fíaskó?“

„Ég vil bara taka undir þá sjálfsögðu kröfu að fjármálaráðherra fái hér rými í þingsal til að ræða þennan farsa sem virðist vera kominn upp á milli stjórnarflokkanna hvað varðar möguleg kaup Landsbanka á tryggingafélagi. Það ætti að vera útgjaldalaust af hálfu forseta að veita það rými í ljósi þess að hér átti dagskrá vikunnar að vera undirlögð umræðu um fjármálaáætlun lögum samkvæmt, en ríkisstjórnin nær ekki saman um það grunnplagg þannig að hún frestast fram yfir páska. Við eigum því hér á dagskránni heila viku af plássi fyrir ráðherra að mæta og ræða við okkur.

Ég verð hins vegar í framhaldi af orðum forseta að lýsa furðu á því að fjármálaráðherra hafi bókað tvær utanlandsferðir í þessari viku. Það eru tvær vikur á ári þar sem þessi ráðherra þarf að vera hér í sal. Það er vikan er hún mælir fyrir fjárlögum og það er vikan þegar hún á að mæla fyrir fjármálaáætlun. Það að ráðherra hafi með fyrirvara ákveðið að hunsa þingið í þessari lykilviku opinberra fjármála — þetta er bara eins og ef Vestmannaeyingur myndi skrópa á Þjóðhátíð. Hvaða þingmaður Vestmannaeyja myndi reikna með að fá endurkjör eftir slíkt fíaskó? Það að fjármálaráðherra skrópi í þessari viku er ákveðið hættumerki líka.“ sagði Andrés Ingi í ræðustól Alþingis.

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.