Í síðasta þætti féll söngkonan Sigurbjörg Tinna Gunnarsdóttir, sem á rætur að rekja til Selfossbæjar, úr keppni eftir að hafa háð einvígi við Johönnu Wiklund. �?ær stöllur fengu fæst atkvæði úr hópi tólf keppenda í símakosningu áhorfenda og þurftu því syngja lögin sín aftur. �?á kom í hlut dómaranna þriggja, Einars Bárðarsonar, Páls �?skars og Ellýar í Q4U, að skera úr um hvor þeirra ætti frekar skilið að halda áfram í keppninni. �?ar lét Sigurbjörg Tinna, 23 ára, í lægri haldi en hún söng lagið You oughta know með Alanis Morissette.
Sænska söngdívan
Johanna M. Wiklund, 22 ára, sönglagið Hedonism með Skunk Anasie. Hún er Svíi í húð og hár en hefur búið á Íslandi undanfarin fjögur ár, þar af lengst á Selfossi. Síðastliðið sumar tróð hún upp á Bryggjuhátíðinni á Stokkseyri og söng þar meðal annars frumsamið lag af væntanlegri plötu sem hún vinnur að um þessar mundir.
�?�?g hef alltaf verið syngjandi og kom fyrst fram opinberlega þegar ég var 15 ára gömul á Lucio-hátíðinni í Svíþjóð,�? segir Johanna í viðtali á vefsíðu X-Factor en keppendum er stranglega bannað að tjá sig við fjölmiðla. Á síðunni kemur ennfremur fram að uppáhalds tónlistarmennirnir hennar eru Tracy Chapman og Freddy Mercury.
Samhliða söngferlinum starfar Johanna á Draugasetrinu á Stokkseyri og í hestaversluninni Baldvin & �?orvaldur á Selfossi.
Söngelskar systur
Systurnar Hildur og Rakel Magnúsdætur fluttu lagið Girls just want to have fun með Cindy Lauper í síðasta þætti. �?ær nefna dúett sinn Hara sem er hugtak úr jógafræði og þýðir uppspretta lífsorkunnar.
�?ær systur hafa í áraraðir tekið lagið saman við ýmis tilefni en aldrei áður opinberlega.
�?Við höfum báðar verið í tónlistarskóla frá unga aldri og lærðum lengi vel að spila á trompet. Í seinni tíð fórum við í grunn-söngnám, svo er stefnan tekin á frekari söngmenntun um leið og tækifæri gefst til,�? segja þær í viðtali á vefsíðu X-Factor.
Rakel, 28 ára, starfar sem íþróttakennari í Fjölbrautarskóla Suðurlands en er í fæðingarorðlofi um þessar mundir. Hildur, 22 ára, vinnur á garðyrkjustöð í Hveragerði.
X-Factor er á dagskrá Stöðvar 2 á föstudögum og hefst klukkan 20:30.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst