Íslandsmeistarar ÍBV leika fyrsta leik opinbera leik sinn í kvöld þegar liðið mætir Haukum í Meistarakeppninni HSÍ. Leikurinn fer fram í Eyjum og hefst klukkan 18:00 en þessi tvö lið mættust einmitt í eftirminnilegu einvígi um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. �?á fóru leikmenn og stuðningsmenn ÍBV á kostum en Hvítu riddararnir ætla að vera á staðnum í kvöld.
�??�?etta er fyrsti alvöru leikurinn á tímabilinu þar sem úrslitin skipta máli,�?? sagði Grétar �?ór Eyþórsson, hornamaðurinn sterki í liði ÍBV. �??�?að er bikar í boði og við stefnum auðvitað á að ná í hann. Við spiluðum við þá um síðustu helgi í Hafnarfjarðarmótinu og töpuðum en það var í raun og veru ekkert að marka þann leik. �?að var æfingaleikur og álaginu dreift á marga leikmenn. Við sáum hins vegar hvað þarf að laga í þessum leikjum um helgina og þess vegna eru þeir mikilvægir. Nú hefst hins vegar alvaran með þessum leik. Svo er stutt í Evrópuleikina þannig að tímabilið er að hefjast.�??
Hvernig er staðan á liðinu?
�??Kúrfan er á uppleið og leikmenn eru að komast í mjög gott form. �?ótt við höldum okkar flestu leikmönnum, þarf alltaf að slípa liðið saman og koma með einhverjar nýjungar. Markmiðið er að vera komnir í gott stand fyrir Evrópuleikina, án þess þó kannski að toppa í þeim leikjum. Svo hefst deildarkeppnin stuttu eftir það.�??
Grétar segir mikilvægt að stuðningsmenn fjölmenni á alla leiki liðsins í vetur. �??�?að verður þrusustemmning í kvöld. Hvítu riddararnir verða á sínum stað og halda uppi fjörinu á pöllunum. �?að eru mikil tengsl milli leikmanna og Hvítu riddarana og fundað reglulega í bakherbergjum. Við hvetum þá til dáða og þeir hvetja okkur. �?annig er það hjá okkar stuðningsmönnum, við stöndum öll saman og baráttan byrjar í kvöld.�??