�?var Austfjörð, kokkur á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja sá sér leik á borði í blíðunni sem hefur verið í Eyjum í dag og í gær. Hann tók sig til og grillaði fyrir starfsmenn stofnunarinnar, raðaði upp borðum og stólum utandyra þannig að starfsmennirnir, sem alla jafna vinna inni allan daginn, gætu notið blíðunnar. �?var gerði reyndar gott betur og fékk Eyjamanninn eldhressa Jarl Sigurgeirsson til að koma við og taka nokkur lög til að koma fólki í þjóðhátíðargírinn.
Veðrið hefur leikið við Eyjamenn í dag og í gær en í gær fór hitinn upp í 18,4 gráður. Veðrið í dag er engu lakara og hitastigið komið upp í 16 gráður í hádeginu. En eins og komið hefur fram áður, breytist veðrið á morgun þegar þykknar upp og rignir en verulega hefur þó dregið í úrkomuspá fyrir helgina.