Á laugardaginn klukkan 14:00 verður haldið bekkpressumót í íþróttamiðstöðinni. Í mótinu verður keppt um titilinn Vestmannaeyjatröllið og Vestmannaeyjagrýluna en mótið er minningarmót um Halldór Atla, sem lést í desember aðeins nokkurra vikna gamall. Allur ágóði mótsins rennur einmitt til Hringsins. Ívar Örn Bergsson, sem stendur fyrir mótinu lofar góðri skemmtun enda hafa karlalið ÍBV bæði í handbolta og fótbolta skráð sig til leiks í liðakeppninni.