Bergey VE 114 verður Bergur VE 44

„Um síðustu mánaðamót fór Bergey VE 144 í slipp í Reykjavík. Þar hefur verið unnið að viðhaldi skipsins auk þess sem það skal málað bæði hátt og lágt. Að auki hefur verið skipt um nafn á skipinu og heitir það nú Bergur VE 44,“ segir á vef Síldarvinnslunnar, svn.is.

„Dótturfélag Síldarvinnslunnar, Bergur – Huginn ehf. í Vestmannaeyjum, festi kaup á útgerðarfélaginu Bergi ehf. í októbermánuði 2020. Þegar kaupin áttu sér stað var togarinn Bergur VE 44 í eigu Bergs ehf. en hann var síðan seldur til Vísis í Grindavík án aflaheimilda sumarið 2021.

Ákveðið hefur verið að halda áfram starfsemi Bergs ehf. og hefur Bergey verið seld félaginu og nafni skipsins breytt í Bergur VE. Skip Bergs ehf. hefur alla tíð borið nafnið Bergur VE 44,“ segir einnig.

Nú hefur Bergey VE 144 fengið nafnið Bergur VE 44.
Ljósm. Guðmundur Alfreðsson

16/6/2022 | Fréttir

 

Nýjustu fréttir

Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.