Bergey VE fékk dufl í trollið
5. febrúar, 2014
�?að er skammt stórra högga á milli hjá áhöfninni á Bergey VE. Í morgun var greint frá því að loðna hefði komið upp í trollinu en öllu verri fengur kom upp í dag þegar stórt tundurdufl kom upp úr undirdjúpunum. �??�?etta var eitthvað mjög gamal, þýskt tundurdufl, líklega síðan úr síðari heimsstyrjöldinni,�?? sagði Ragnar Waage Pálmason, afleysingaskipstjóri á Bergey VE. �??Varðskipið �?ór var um 15 mílur austan við okkur. Sprengjusérfræðingar Gæslunnar voru flutti rmeð þyrlu um borð í �?ór og svo komu þeir yfir til okkar. Við keyrðum inn í Reyðarfjörðinn svo þeir ættu auðveldara með að koma um borð á léttabáti til okkar enda talsverður sjór. �?eir eru búnir að sækja duflið og við erum á leið á miðin aftur.�??
Ragnar segir að það sé alltaf vont að fá svona dufl upp í skip. �??Sprengjusérfræðingarnir sögðu okkur að duflið væri mjög virkt og í því væru um 150 til 170 kg. af dínamíti. �?eir bættu því við að við hefðum ekki verið til frásagnar ef duflið hefði orðið fyrir einhverju hnjaski.�??
Hefurðu fengið svona dufl áður?
�??Nei þetta er í fyrsta sinn. �?etta er reyndar í fyrsta sinn sem ég er með bátinn, fyrsti afleysingatúrinn sem skipstjóri en ég er búinn að vera hér um borð í um fjögur og hálft ár og við höfum aldrei fengið dufl á þeim tíma. Annars er veðrið þannig núna að það er mikil hreyfing. Við höfum áður kastað hér á sömu slóðum og ekki fengið neitt þá en líklega hefur duflið eitthvað rakið eftir sjávarbotninum í þessari ótíð sem hefur verið.�??
Á leið í land
Ragnar segir að veiðar hafi gengið þokkalega í þessum fyrsta túr hans. �??�?etta er búið að era allt í lagi, ágætis nudd í kringum Gula teppið og við Skrúðsgrunn, þar sem við fengum duflið. Uppistaðan í þessu er ýsa og þorskur en við erum nú á leið suður eftir og köstum væntanlega við Ingólfshöfða áður en við komum í land í Eyjum annað kvöld,�?? sagði Ragnar að lokum.
Myndirnar sem fylgja fréttinni tók Friðrik Elís Ásmundsson, skipverji á Bergey VE.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst