Biðlistavandamálin í Herjólfi
29. október, 2014
�?að hafa margir sem verið hafa á biðlista fyrir bíla sína með Herjólfi, furðað sig á að þrátt fyrir að hafa verið með númer tveggja stafa tölu á biðlistanum og komist samt með, þá sé oft nóg pláss á bíladekkkinu fyrir fleiri bíla. �?skar Elías �?skarsson ritaði pistil á faceboosíðu sína þar sem hann fjallar um þetta mál: �??�?g var á biðlista föstudaginn 24. október 2014 og var á biðlista nr. 11. Komst með jú takk fyrir það . En það hafa komist 8-10 bílar í viðbót. Er þetta við almeningur sem stöndum okkur svona illa? Gámarnir? Bókunarkerfið? Eða bara stjórnleysi? – Svo erum við að setja út á nýjan væntanlegan Herjólf að hann sé alltof lítill. Tökum nú öll til hjá okkur og stöndum okkur öll betur. Herjólfur er fyrir okkur öll. �?etta ástand er okkur ekki bjóðandi. Allavega mín skoðun.�??
Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs svaraði �?skari og útskýrði þetta vandamál með biðlistana:
Sæll �?skar og þakka þér fyrir innleggið/ábendinguna.
Til að reyna að skýra aðeins þetta ákv. tilvik sem þú nefnir frá sl. föstudegi (VEY-LAN 24.10.2014 kl 17:30) þá eru þetta staðreyndi málsins:
Í þessa ferð voru bókaðar þrjár rútur og tveir gámar auk um fólksbíla. Eins og sjá má á myndinni þinni hefðu þessar rútur og svo gámarnir ekki mátt taka mikið meira páss til þess að við hefðum þurft að taka út aðra bílalyftuna á bílaþilfarinu þar sem hvorki rútur né gámar komast undir lyfturnar. Ef það hefði verið raunin skerðir það eðlilega bílaplássið í skipinu verulega. Oft þegar þetta er rætt snýst umræðan um það hvers vegna bílar eru settir á biðlista í stað þess að taka strax inn fleiri bíla í skipið þ.e. viðkomandi segir sína sögu en jafnframt getur þess að hann hafi komist með í þá ferð sem hann var í upphafi settur á biðlista í. Staðreyndin er sú að við viljum alls ekki bóka það mikið í skipið að það verði til þess að við neyðumst til að skilja einhvern/einhverja eftir þ.e. vera búin að selja/lofa viðkomandi bílaplássi og geta svo ekki staðið við það, það kallar á ýmisskonar vandræði fyrir alla hlutaðeigandi sérstaklega viðkomandi farþega. �?að er alveg ljóst að okkar markmið er að koma eins mörgum bílum og auðvitað farþegum og frekast er kostur í skipið en verðum að vera ábyrg í því og þess vegna er þessi háttur hafður á. Við verðum ekki mikið vör við að fólk sé að bóka til að tryggja sér pláss og svo afbóka, eða ekki, það amk er ekki vandamál að okkar mati. Við sem vinnum við þetta mikilvæga og jafnframt skemmtilega verkefni erum að reyna að gera það eins vel og við getum. �?að er aldrei okkur í hag að láta skipið sigla með ónýtt pláss og því verður illa sé hvaða hag við hefðum af því að stýra okkar verklegi þannig en eins og áður segir þá viljum við alls ekki bóka það mikið í skipið að það skapi farþegum okkar verulegum vandræðum.
Setningin: �??Ef þú ert óánægður segðu okkur frá því, ef þú er ánægður segðu öllum öðrum frá því�?? á vel við en of sjaldan viðhöfð og of oft farið af stað án þess að leita eftir skýringum fyrst.
Við tökum öllum ábendinum vel og viljum að sjálfsögðu fá að heyra af svona málum til að skýra okkar hlið þar sem það eru eðlilegar skýringar á flestum svona tilfellum eins og í nú en svo koma upp mistök og þá erum við líka fólk til að taka því og reyna að bæta okkur.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst