Bikar í kvöld og deildin á morgun
Kvennalið ÍBV tekur á móti KA/�?ór í tveimur leikjum um helgina. Fyrri leikurinn fer fram í kvöld en þá leika liðin í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. Leikurinn átti að fara fram á Akureyri en til að spara félögunum kostnað við ferð norður, var ákveðið að leika í Eyjum þar sem liðin mætast á morgun, laugardag í Íslandsmótinu. Leikurinn í kvöld er því í raun og veru heimaleikur KA/�?órs í bikarnum en leikurinn hefst klukkan 19:30. Á morgun mætast liðin svo í 10. umferð Olísdeildarinnar og hefst sá leikur klukkan 13:00 en ÍBV er í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig eftir 9 leiki en KA/�?ór er í níunda sæti með 5 stig eftir 8 leiki.
Hálftíma síðar sækir karlalið ÍBV Hauka heim í Hafnarfjörðinn. Haukar fóru illa með Eyjamenn í fyrri leik liðanna í Eyjum en Eyjamenn tefla fram hálf vængbrotnu liðið þar sem tveir markahæstu leikmenn liðsins, þeir Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson eru meiddir. �?að verður spennandi að sjá hvernig þjálfurum liðsins, þeim Arnari Péturssyni og Gunnari Magnússyni tekst að ráða fram úr þeim vanda.

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.