Eyjamenn eru úr leik í bikarkeppninni í handbolta, en liðið tapaði í kvöld gegn frísku Stjörnuliði á Ásvöllum. Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik en Stjarnan leiddi í leikhléi 18-16. Munurinn jókst svo þegar leið á seinni hálfleikinn og má segja að Eyjaliðið hafi aldrei séð til sólar eftir það. Leiknum lauk með fimm marka sigri Garðbæinga, 34-29 og þeir því komnir í úrslit.
Andri Erlingsson var markahæstur Eyjamanna í kvöld með 6 mörk. Gauti Gunnarsson, Nökkvi Snær Óðinsson og Daniel Vieira gerðu allir 4 mörk og Sigtryggur Daði Rúnarsson og Dagur Arnarsson skoruðu sitthvor 3 mörkin. Pavel Miskevich varði 8 bolta og Petar Jokanovic varði 4 skot.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst