KFS leikur í 2. umferð Vísabikarkeppninnar í kvöld en þá tekur liðið á móti Víkingi frá Ólafsvík. Leikur liðanna hefst klukkan 19.00 og fer fram á Helgafellsvellinum en Ólafsvíkingar skelltu sér í Herjólf þannig að leikurinn mun fara fram á tilsettum tíma. Víkingur leikur í 2. deild og hafa leikið einn leik í deildinni, á móti KV sem var einmitt í 3. deild í fyrra, eins og KFS en Víkingar unnu KV 2:1.