Milljóna tjón varð á bílum sem stóðu við Landeyjahöfn síðustu helgi en þá gekk mikið óveður yfir. Bíleigandi segir ólíklegt að tryggingar bæti nokkuð og varar fólk við að geyma bíla sína við höfnina ef hvasst er. Flestum er í fersku minni óveðrið mikla sem gekk yfir landið síðastliðinn föstudag. Mikið tjón varð víða um land og meðal þeirra sem fengu að finna fyrir því voru þeir sem geymdu bíla sína við Landeyjahöfn.