Rafmagnslaust er nú á hluta Vestmannaeyjabæjar vegna bilunar í innanbæjar kerfinu. Ívar Atlason hjá HS veitum sagði leit að biluninni í fullum gangi. “Það er brunninn strengur einhvers staðar í kerfinu við erum að beita útilokunar aðferð við að finna hvar hann er til að getað gert við þetta,” sagði Ívar Atlason í samtali við Eyjafréttir í morgunsárið.
Á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar kemur fram að allar stofnanir bæjarins eru bæði net og símasambandslausar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst