Bílvelta, flugslysaæfing, bílvelta, 107 km hraði
Í ýmsu var að snúast hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum þessa viku. Þar ber helst að um sl. helgi fór fram flugslysaæfing. Töluverður undirbúningur var fyrir hana. Lögreglumenn sátu hin ýmsu fræðsluerindi fyrir hana, þar var meðal annars fræðsla um fjarskipamál, greiningu slasaða o.fl. Samdóma álit er að æfingin hafi tekist vel og muni nýtast viðbragðsaðilum í hverskonar vá sem upp gæti komið hér í Eyjum. Sérstök ástæða er að þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessari æfingu og þá sérstaklega þeim sjálfboðaliðum sem tóku þátt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst