Kvikmyndasafn Íslands stendur fyrir sýningu á stuttmyndinni Eldur í Heimaey í Bíó Paradís sunnudaginn 27 október klukkan 15:00.
Þessi merkilega mynd feðganna Ósvalds og Vilhjálms Knudsen sýnir eldgosið í Vestmannaeyjum í öllu sínu veldi. Ósvaldur og Vilhjálmur fönguðu þessar hrikalegu hamfarir og björgunaraðgerðir á filmu og úr varð þessi ótrúlega mynd.
Í beinu framhaldi verður myndin Surtur fer sunnan sýnd, en sú mynd segir frá því þegar eldgos hófst árið 1963 skammt frá Vestmannaeyjum og með miklum gosstrókum og sprengingum reis Surtsey úr hafinu.
Tilvalið fyrir þá Eyjamenn sem hafa tækifæri á að kíkja á þetta sem og brottflutta Eyjamenn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst