Magnús Birgir Guðjónsson eða Biggi Gauja, formaður Þjóðhátíðarnefndar síðustu tólf ár, var heiðraður sérstaklega á sunnudegi Þjóðhátíðarinnar þegar hann fékk innrammaða mynd frá setningu hátíðarinnar í ár. Biggi sagði við það tækifæri að hann hefði ákveðið að stíga til hliðar sem formaður nefndarinnar, við kyndlinum tekur Páll Scheving en Biggi ætlar þó að halda áfram í Þjóðhátíðarnefndinni.