Mikil uppsveifla hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi sem sást vel á Íslensku sjávarútvegssýningunni sem haldin var í Laugardalshöllinni í síðustu viku.
Verslunin Eyjavík, sem selur margvíslegan búnað fyrir sjómenn, var meðal fyrirtækja á sýningunni. Gréta Hólmfríður Grétarsdóttir var mjög ánægð með sýninguna og sagði hana vel heppnaða. �??�?arna fengu minni fyrirtæki að kynna sig og komust færri að en vildu,�?? sagði Gréta. Íslendingar stóðu fyrir sýningunni í fyrsta skipti sem henni fannst vera stór plús. �??Á svona sýningu hitti ég rétta fólkið sem eru sjómenn og þetta skilar sér vel eftir á, vonandi er þetta komið til að vera því það var rosalega vel að þessu staðið,�?? sagði Gréta.
Nemendur úr haftengdri nýsköpun voru meðal sýningargesta í ár. �?au voru öll sammála um að þetta hafi verið skemmtilegt, viðburðaríkt og fræðandi. �?að sem kom þeim skemmtilega á óvart var hversu mikið fyrirtæki nýta sér reynslu sjómanna við nýsköpun, sem dæmi þá er Birgir �?ór Sverrisson skipstjóri að vinna við að þróa hlera með fyrirtæki sem var að kynna á sýningunni. Vinnslustöðin styrkti nemendurna í þessari ferð og Eimskip bauð þeim í Herjólf. Nemendurnir fóru alla dagana í vísindaferðir, en þau heimsóttu Marel, Hampiðjuna, SFS og einnig sóttu þau málþing hjá Arion banka.
Friðrik Ingvar Alfreðsson tók myndir á sýningunni sem fylgja þessari frétt.