Hin síðari ár hefur Bjartmar Guðlaugsson verið einn ástsælasti listamaður Vestmannaeyja og í raun Íslands alls, en lag hans �?annig týnist tíminn var til að mynda valið besta lag Íslands frá upphafi. Í hinum árlega Fréttapíramýda Eyjafrétta sem fram fór í gær hlaut Bjartmar, fyrir ævistarf sitt, viðurkenningu fyrir framlag sitt til menningar og er því Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Bjartmar Anton Guðlaugsson.
Fæðingardagur: 13. júní 1952.
Fæðingarstaður: Fáskrúðsfjörður.
Fjölskylda: Kvæntur Maríu Helenu Haraldsdóttur í 34 ár. Á þrjár dætur og átta barnabörn.
Draumabíllinn: Góður húsbíll sem kemst allra sinna ferða.
Uppáhaldsmatur: Íslenskur þorramatur, færeyskt skerpukjöt, siginn fiskur og yfirleitt allt sem er úldið.
Versti matur: Skúmur sem við vinirnir matreiddum í tilraunaskyni, en rauðvínið var ágætt.
Uppáhalds vefsíða: Allar frétta- og fjölmiðlasíður.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Gömlu góðu Eyjalögin, að maður tali nú ekki um ljóðin.
Aðaláhugamál: Tónlist, ljóðlist og myndlist.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Picasso.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: �?að er ekkert sem toppar Vestmannaeyjar.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Ásgeir Sigurvinsson og ÍBV.
Ertu hjátrúarfull/ur: Já.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, ég snýst í kringum sjálfan mig allan daginn.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir, fréttir, fréttir.
Hvers virði er þessi viðurkenning fyrir þig: �?g er djúpt snortinn og stoltur að fá þessa viðurkenningu og sérstaklega á heimavelli.
Hvaða verkefni eru á döfinni: Afmælistónleikar Ladda í Hörpunni um helgina, klára plötu sem kemur með vorinu og tónleikar um allt land. Einnig verð ég með myndlistasýningar á árinu.
Eitthvað að lokum: Hugsa ávallt með hlýhug til æsku- og unglingsáranna í Vestmannaeyjum og þeirra fjölmörgu sem hvöttu mig áfram
og beindu mér inná þá braut sem
ég er á.