�?annig var aðkoman þegar bóndinn kom í fjósið í morgun og tók það hann nokkurn tíma að finna kýrnar. Hann óskaði liðsinnis björgunarsveitarinnar sem náði kúnum báðum lifandi upp.
Tíu manns mættu frá Björgunarfélagi Árborgar, með bátagalla á mannskapinn, bönd, traktorsgröfu og bíla með spili. �?eir sem fóru ofan í haughúsið stóðu þar á kafi upp að höndum, við að koma böndum á kýrnar. Gluggi var tekinn úr fjósinu og með skotbómu frá gröfunni og spili frá bílunum voru kýrnar hífðar upp. Nokkuð var dregið af annarri kúnni eftir vistina í haughúsinu, en hin var hin brattasta.
Blm.fía/mynd Bf.Á. Af stokkseyri.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst