Magdalena Jónasdóttir útskrifaðist í vor úr Grunnskólanum í Vestmannaeyjum. Hún segir aðspurð um hvað standi upp úr eftir skólagöngu hennar í GRV að hún hafi átt mjög viðburðarrík og frábær ár í GRV. ,,Með öllum vinum mínum og samnemendum stendur mikið upp úr eftir skólagöngu mína. Tíundabekkjar skólaferðalagið verður þó líklegast það eftirminnilegasta þar sem við festumst og björgunarsveitin var kölluð út til þess að hjálpa okkur.”
Spurð hvað taki við hjá henni í sumar og haust segir Magdalena að fótboltinn skori hátt í sumar. ,,Margir leikir framundan og fer m.a. á Gothia Cup í Svíþjóð með liðinu mínu. Einnig er ég að vinna og svo fer ég til útlanda með fjölskyldunni þannig sumarið er vel pakkað. Næsta haust fer ég í FÍV og handboltinn byrjar aftur. Svo verð ég að vinna eitthvað með skólanum og fótboltinn heldur líka áfram. Ég fer á náttúrufræðibraut til þess að fá sem bestan grunninn þar sem ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að læra.”
Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri á þessum tímamótum? „Ég vil bara þakka öllum kennurum og starfsfólki skólans fyrir þessi skemmtilegu ár sem ég átti. Einnig vil ég koma því á framfæri að minn bekkur vann alltaf á gervó, sættið ykkur við það.“




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.