Björgunarsveitin var kölluð út

Magdalena Jónasdóttir útskrifaðist í vor úr Grunnskólanum í Vestmannaeyjum. Hún segir aðspurð um hvað standi upp úr eftir skólagöngu hennar í GRV að hún hafi átt mjög viðburðarrík og frábær ár í GRV. ,,Með öllum vinum mínum og samnemendum stendur mikið upp úr eftir skólagöngu mína. Tíundabekkjar skólaferðalagið verður þó líklegast það eftirminnilegasta þar sem við festumst og björgunarsveitin var kölluð út til þess að hjálpa okkur.”

Spurð hvað taki  við hjá henni í sumar og haust segir Magdalena að fótboltinn skori hátt í sumar. ,,Margir leikir framundan og fer m.a. á Gothia Cup í Svíþjóð með liðinu mínu. Einnig er ég að vinna og svo fer ég til útlanda með fjölskyldunni þannig sumarið er vel pakkað. Næsta haust fer ég í FÍV og handboltinn byrjar aftur. Svo verð ég að  vinna eitthvað með skólanum og fótboltinn heldur líka áfram. Ég fer á náttúrufræðibraut til þess að fá sem bestan grunninn þar sem ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að læra.”

Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri á þessum tímamótum? „Ég vil bara þakka öllum kennurum og starfsfólki skólans fyrir þessi skemmtilegu ár sem ég átti. Einnig vil ég koma því á framfæri að minn bekkur vann alltaf á gervó, sættið ykkur við það.“

 

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.