Í yfirliti Björgvins Eyjólfssonar, aðstoðarskólameistara FÍV, kom fram að starfið á önninni hafi verið tiltölulega hefðbundið en við styttingu náms til stúdentsprófs aukist mikilvægi þess að nemendur mæti vel í skólann og sinni náminu af kostgæfni jafnt og þétt alla önnina. Minna svigrúm er því fyrir vinnu og aðrar athafnir utan skólans á starfstíma hans.
�??Skólastarfið og námið er vinna og kaupið er menntunin og einingarnar sem skila okkur betri atvinnumöguleikum og lífsfyllingu í framtíðinni. En fleira er um að vera í skólanum en hefðbundin kennsla,�?? sagði Björgvin og nefndi samstarfið við ÍBV íþróttafélag með akademíu í knattspyrnu og handknattleik þar sem 40 nemendur taka þátt. �??Nú hefur Golfklúbburinn bæst í hópinn og tveir nemendur tóku þátt í golfakademíunni og verða vonandi fleiri í framtíðinni.�??
Sextán sjúkraliðar stunduðu fjarnám við skólann undir stjórn Guðnýjar Bjarnadóttur og hefur það gengið mjög vel. Skólinn er einnig þátttakandi í fjarmenntaskólanum sem er samstarfsverkefni 13 framhaldsskóla á landsbyggðinni. �?etta samstarf gefur okkur aukna möguleika á fjölbreytni í námi og á vonandi eftir að þróast á jákvæðan hátt,�?? sagði Björgvin.
Í fjölþjóðlegu samstarfi
Skólinn er nú þátttakandi í tveggja ára NORDPLUS verkefni með skólum frá Finnlandi, Lettlandi og Svíþjóð um nýjungar og skipulagningu á sviði ferðaþjónustu. Skipst er á heimsóknum. Heimsækja fulltrúar nemenda og kennara finnska skólann í janúar og allir samstarfsskólarnir koma til Eyja í maí.
Hópur nemenda og kennara gekk yfir Fimmvörðuháls í september og er þetta í þrettánda skiptið sem nemendur fara þessa ferð sem hluta af íþróttaáföngum skólans.
Ýmsir fræðslufundir hafa verið haldnir fyrir nemendur á önninni og má þar nefna hefðbundna heimsókn Ástráðs, félags læknanema, sem er með kynfræðslu fyrir nemendur, Sigga Dögg kynfræðingur hélt fyrirlestur á svipaðri línu og talaði um kynhegðun og kynheilbrigði.
Af félagsstarfi nemenda er það að segja að haldið var nýnemaball í ágúst og rave ball í október. Einnig héldu nemendur kvikmyndakvöld og spilakvöld í samkomusal skólans. Mæltist það vel fyrir og var þátttaka góð. Fótboltamót var haldið í október og einnig paintballmót.
�??Alls tóku 27 nemendur þátt í olíuverkefni OILSIM og öttu kappi við Hornfirðinga. Lið frá okkur skipað fjórum fyrsta árs nemum bar sigur úr býtum og stefna þeir á ferð til Oxford þar sem þeir hitta skipuleggjendur verkefnisins,�?? sagði Björgvin.
Fækkun en minna brottfall
Nokkur fækkun nemenda varð á þessari haustönn og sagði Björgvin það í takt við þær samfélagslegu breytingar sem landsbyggðin tekst nú á við þar sem ungu fólki fækkar með hverju árinu sem líður. �??Námið hófu 230 nemandur í mismörgum einingum. Rúmlega 95% þessara eininga skiluðu sér til prófs. �?etta telst mjög gott og erum við að sjá árangur af markvissri vinnu skólans við að minnka brottfall.
Á þessari önn fá 60 nemendur einingu fyrir góða skólasókn. Til að fá skólasóknareiningu þarf raunmæting nemenda að vera yfir 90%.
Skapast hefur sú venja að veita nemendum með frábæra mætingu fría innritun á næstu önn og að þessu sinni ber einn nemandi af og er með 100% raunmætingu sem þýðir að hann hefur mætt í hvern einasta tíma á önninni. Geri aðrir betur. �?etta er Sæþór Orrason,�?? sagði Björgvin.
Breytingar á mannahaldi
Egill Andrésson fyrrverandi nemandi skólans er nýr og kennir hann félagsgreinar og upplýsingatækni auk þess að sjá um tölvumál. Elín Jóhannsdóttir og Samúel Sveinn Bjarnason hættu. Líka Sólrún Bergþórsdóttir sem fór alfarið til starfa í Visku. Katrín Harðardóttir tók við starfi Svavars Vignissonar sem íþróttakennari skólans. Einnig hætti Gunnar �?orri �?orleifsson störfum á önninni.