Blaðið Vestmannaeyjar fylgir Morgunblaðinu á morgun
4. maí, 2007

Elliði Vignisson, bæjarstjóri, fylgir blaðinu úr hlaði og segir m.a. �?Seinustu ár hafa Vestmannaeyjar verið að fara í gegnum ákveðna öldudali en nú eru vísbendingar um að þeir erfiðleikar séu að mestu að baki. Framundan eru miklar samgöngubætur sem sannarlega koma til með að auka tækifæri Eyjanna og fjölga vaxtartækifærum,�? segir Elliði m.a. og bætir við. �?Sjávarútvegur stendur nú fastari fótum í Vestmannaeyjum en nokkur tímann áður. Staða sjávarútvegsfyrirtækja er einstaklega sterk enda hefur stjórnendum þeirra borið gæfa til að fjárfesta í sóknarfærum. Vestmannaeyjabær er stoltur af því að vera öflugasti útgerðabær á landinu og ætlar sér að halda þeirri stöðu um ókomin ár. �?ví skiptir það miklu fyrir byggð í Eyjum, eins og svo víða á landsbyggðinni, að sátt ríki í kringum þessa atvinnugrein og íbúar þurfi ekki að eiga það á hættu að misvitrir stjórnmálamenn hóti því með reglulegu millibili og svipti fyrirtækin og þar með samfélögin þessu lífsviðurværi.�?

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst